Golf

Birgir Leifur í neðsta sæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birgir Leifur átti slæman dag.
Birgir Leifur átti slæman dag.

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í vondum málum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann er á 7 höggum yfir pari eftir 15 holur en þá varð að hætta keppni vegna frosts í jörðu. Birgir Leifur er í neðsta sæti af þeim keppendum sem komust af stað í dag.

Birgir lék fyrri níu holurnar á fimm höggum yfir pari. Hann fékk skolla á fyrstu holu en vann tapaða höggið til baka með því að fá fugl á annarri holu.

Hann fékk síðan tvöfaldan skolla á 4. og 5. braut og strax kominn í vandræði. Hann fékk þess utan skolla á 6. braut. Hann paraði síðustu þrjár holurnar á fyrri níu.

Það gekk einnig lítið upp á seinni níu holunum hjá Birgi því hann byrjaði á að fá tvöfaldan skolla og svo skolla. Hann var því á 8 höggum yfir pari eftir 11 holur.

Hann nældi sér síðan í fugl áður en hann varð að hætta og lagaði stöðuna eilítið en það er heldur betur á brattann að sækja hjá Skagamanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×