Einkareknir skólar gagnrýna breytingar 21. október 2010 04:00 ísaksskóli Skólastjóri Ísaksskóla segir kirkjuferðir vera hluta af almennu skólastarfi og er hugsi yfir breytingartillögum. fréttablaðið/gun Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir, segir jákvætt að borgaryfirvöld hugsi um fjölbreytileika nemenda í leik- og grunnskólum Reykjavíkur og mikilvægi þess að réttur allra sé virtur. Aftur á móti þykir Margréti Pálu óheppilega farið að hugmyndinni. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lagði nýverið fram breytingartillögur um samstarf kirkju og leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunum felst meðal annars að börn skuli ekki heimsækja kirkjur á skólatíma, prestar skuli ekki koma í heimsóknir í skóla og sálmar skuli ekki sungnir í trúarlegum tilgangi. Tillögurnar liggja nú hjá menntaráði, velferðarráði og íþrótta- og tómstundaráði sem eiga eftir að útfæra þær og samþykkja. Tillögurnar eru mestmegnis unnar upp úr úttekt sem gerð var árið 2007 um samskipti skóla og trúarlegra stofnana. „Ég hef alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart því að bæjaryfirvöld eða ríki hlutist um of í starfsemi skóla. Ég trúi því að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur skapi þá menningu sem allir eru sáttir við,“ segir Margrét Pála. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, segir skólann, sem upphaflega var kaþólskur og rekinn af nunnum, eiga margvísleg tengsl við kirkjuna og þeim verði ekki breytt. Skólahald sé sett og því slitið inni í kirkju og það standi í stofnskránni að foreldrar nemenda skuli bera virðingu fyrir kristilegum gildum. „Við höldum í heiðri margvíslegar hefðir á aðventunni og því verður ekki breytt,“ segir Sölvi. „Satt að segja finnst mér þetta taugaveiklunarleg samþykkt hjá mannréttindaráði.“ Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir sálmasöng og kirkjuferðir ætíð hafa verið hluta af skólastarfi Ísaksskóla. „Það eru sungnir sálmar í hverri viku og það er hluti af skólastarfinu, sem og kirkjuferðir og kirkjukaffi í kringum jólin,“ segir hún. „Svo ég er hugsi. En þessar hugmyndir eru ekki orðnar að veruleika.“ Skólaárið 2008-2009 voru 666 nemendur í þeim níu einkareknu grunnskólum sem á landinu eru. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira