Helmingur oddvitanna í Reykjavík hefur reykt hass 28. maí 2010 09:30 Framboðsfundur í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Frá vinstri: Dagur, Sóley, Helga, Einar, Óttar Proppé, Hanna Birna og Baldvin. Á myndina vantar Jón Gnarr og Ólaf Magnússon. Mynd/Anton Brink Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því." Kosningar 2010 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því."
Kosningar 2010 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira