Helmingur oddvitanna í Reykjavík hefur reykt hass 28. maí 2010 09:30 Framboðsfundur í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Frá vinstri: Dagur, Sóley, Helga, Einar, Óttar Proppé, Hanna Birna og Baldvin. Á myndina vantar Jón Gnarr og Ólaf Magnússon. Mynd/Anton Brink Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því." Kosningar 2010 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því."
Kosningar 2010 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira