Woods orðaður við endurkomu í febrúar Ómar Þorgeirsson skrifar 5. febrúar 2010 14:30 Tiger Woods. Nordic photos/AFP Sögusagnir um að stjörnukylfingurinn Tiger Woods sé að undirbúa endurkomu sína á golfvöllinn hafa farið eins og eldur í sinu síðustu daga. Hinn 34 ára gamli Woods tilkynnti í lok síðasta árs að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi í óákveðinn tíma vegna fjölskylduvandamála sinna en þá var búið að vera sannkallað fjölmiðlafár útaf fregnum um ítrekuð framhjáhöld kappans. BBC fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Woods hafi í hyggju að taka þátt í WGC Match Play meistaramótinu í Arizona í Bandaríkjunum en golfsérfræðingurinn Iain Carter er þó ekki alveg sannfærður um að svo verði. „Ég hef heyrt um hugsanlega endurkomu Woods í febrúar frá mjög áreiðanlegum aðila en það myndi samt koma mér á óvart ef hann myndi taka þátt í mótinu," segir Carter í viðtali við BBC. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sögusagnir um að stjörnukylfingurinn Tiger Woods sé að undirbúa endurkomu sína á golfvöllinn hafa farið eins og eldur í sinu síðustu daga. Hinn 34 ára gamli Woods tilkynnti í lok síðasta árs að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi í óákveðinn tíma vegna fjölskylduvandamála sinna en þá var búið að vera sannkallað fjölmiðlafár útaf fregnum um ítrekuð framhjáhöld kappans. BBC fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Woods hafi í hyggju að taka þátt í WGC Match Play meistaramótinu í Arizona í Bandaríkjunum en golfsérfræðingurinn Iain Carter er þó ekki alveg sannfærður um að svo verði. „Ég hef heyrt um hugsanlega endurkomu Woods í febrúar frá mjög áreiðanlegum aðila en það myndi samt koma mér á óvart ef hann myndi taka þátt í mótinu," segir Carter í viðtali við BBC.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira