Sláturbóla herjar á starfsfólk sláturhúsa 22. október 2010 03:45 Sláturbóla Þannig getur sláturbólan litið út. Byrjar sem blaðra en breytist í sár, sem síðan grær. Þetta er veirusýking sem berst í menn úr sláturfé, en smitast ekki á milli manna.mYND gETTY Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira