Tíunda tækifæri Mickelson á árinu til að taka toppsætið af Tiger Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2010 12:30 Phil Mickelson. Mynd/AP Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira