Telur Magma traustari bakhjarl en GGE 21. maí 2010 05:00 Magma Energy Magma Energy, félag skráð í Svíþjóð en með kanadískt félag að bakhjarli, eignast jarðvarmavirkjanirnar á Reykjanesi og Svartsengi samkvæmt samningi sem fyrir liggur um kaup á hlut Geysi Green Energy í HS Orku. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar á eftir að fjalla um málið og þingmaður VG vill að nefnd um erlenda fjárfestingu geri það einnig. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Skuldabréfið er hluti af greiðslu fyrir eignarhlut Reykjanesbæ í HS orku sem GGE keypti á síðasta ári. Þá fékk bærinn um 6,5 milljarða í peningum en 6,3 milljarða með skuldabréfi sem GGE átti að greiða upp árið 2016. Á dögunum gerðu Magma og GGE samning um að Magma eignaðist HS orku að öllu leyti. Samningurinn kallar á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að Magma taki að sér að borga af skuldabréfinu í stað GGE. Viðsemjandi GGE og þar með nýr eigandi HS orku er Magma Energy Sweden, fyrirtæki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Móðurfélagið er hins vegar skráð í Kanada og því utan EES. Árni Sigfússon segir að það sé móðurfélagið sem muni greiða Reykjanesbæ af skuldabréfinu. Árni býst við því að bænum berist fljótlega erindi um að samþykkja yfirtöku Magma á skuldabréfinu. Þá þurfi að láta meta áhættu bæjarins af þessari breytingu; hvort Magma Canada sé jafnsterkur skuldari og Geysir Green. „Ég hefði talið að Magma Canada væri miklu sterkri bakhjarl en GGE miðað við aðstæður í dag, segir Árni. Hann segir hugsanlegt að þetta mál verði á dagskrá bæjarráðsfundar næsta fimmtudag. Ef svo fer verði gerð tillaga um að afgreiða málið með því að leggja stöðu fyrirtækisins og áhættu bæjarins í mat óháðra sérfræðinga. Umrætt skuldabréf er metið á 5,5 milljarða króna að núvirði í efnahagsreikningi Reykjanesbæjar 2009 og vegur þyngra þar en allar fasteignir, bílar og tæki sem bærinn er eigandi að. Flestar fasteignir sem bærinn notar til að veita bæjarbúum þjónustu hafa verið seldar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og síðan teknar á leigu fyrir um milljarð króna á ári. Undanfarin ár hefur bærinn tapað miklu á rekstri sínum og þurft að ganga á eigið fé til að greiða afborganir og vexti. Neikvæð framlegð síðasta árs nam um 640 milljónum króna, þ.e. rekstrartapið fyrir afborganir og fjármagnskostnað. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Orkumál Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira