Íslensk tískustuttmynd á tískuvikunni í París 23. ágúst 2010 12:00 Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir framleiddu stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Tökur fóru fram við Landmannalaugar, Vík í Mýrdal og Seljalandsfoss en það hellirigndi á tökuliðið á fyrsta degi. fréttablaðið/stefán „Þetta er stuttmynd frekar en auglýsing, en tilgangurinn með henni er að kynna nýja sumarlínu Munda og verður myndin frumsýnd á tískuvikunni í París í lok september,“ segir Hrefna Hagalín sem framleiðir stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda ásamt Kristínu Báru Haraldsdóttur. Myndin er saga ungrar stúlku sem gengur í gegnum ákveðið ferli og hittir ýmsa kynlega kvisti í leiðinni og fer fyrirsætan Brynja Jónbjarnadóttir með hlutverk stúlkunnar. Um fimmtán manna hópur dvaldi vikulangt við Landmannlaugar, Vík í Mýrdal og Seljalandsfoss við tökur á myndinni og segir Hrefna að það hafi gengið á ýmsu á meðan. „Á fyrsta tökudegi lentum við í mestu rigningu sem ég hef á ævinni upplifað. Þetta var tólf tíma tökudagur og í lok hans voru allir orðnir blautir inn að beini og grútskítugir og tjöldin okkar voru blaut það sem eftir var ferðinnar,“ segir Hrefna og bætir við að sem betur fer sluppu flíkurnar frá Munda að mestu. Aðspurð segir hún að fólk hafi skemmt sér vel við tökur þrátt fyrir slæmt veður og þótti mörgum miður þegar þeim var lokið. Hrefna og Kristín Bára reka saman framleiðslufyrirtækið Krúnk og framleiddu þær meðal annars stuttmynda Knowledy, ásamt því að hafa séð um leikstjórn. Innt eftir því hvort mikill munur hafi verið á því að framleiða Knowledy og stuttmyndina fyrir Munda svarar Hrefna því játandi. „Það er allt önnur reynsla að taka upp á hálendinu. Þar er engin búð, engin bensínstöð og miklu fleira sem þarf að hugsa út í áður en lagt er af stað. Svo þurftum við auðvitað að aðlaga myndina að veðrinu. Þannig það gekk á ýmsu, en allt gekk upp að lokum,“ segir Hrefna og hlær. -sm Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er stuttmynd frekar en auglýsing, en tilgangurinn með henni er að kynna nýja sumarlínu Munda og verður myndin frumsýnd á tískuvikunni í París í lok september,“ segir Hrefna Hagalín sem framleiðir stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda ásamt Kristínu Báru Haraldsdóttur. Myndin er saga ungrar stúlku sem gengur í gegnum ákveðið ferli og hittir ýmsa kynlega kvisti í leiðinni og fer fyrirsætan Brynja Jónbjarnadóttir með hlutverk stúlkunnar. Um fimmtán manna hópur dvaldi vikulangt við Landmannlaugar, Vík í Mýrdal og Seljalandsfoss við tökur á myndinni og segir Hrefna að það hafi gengið á ýmsu á meðan. „Á fyrsta tökudegi lentum við í mestu rigningu sem ég hef á ævinni upplifað. Þetta var tólf tíma tökudagur og í lok hans voru allir orðnir blautir inn að beini og grútskítugir og tjöldin okkar voru blaut það sem eftir var ferðinnar,“ segir Hrefna og bætir við að sem betur fer sluppu flíkurnar frá Munda að mestu. Aðspurð segir hún að fólk hafi skemmt sér vel við tökur þrátt fyrir slæmt veður og þótti mörgum miður þegar þeim var lokið. Hrefna og Kristín Bára reka saman framleiðslufyrirtækið Krúnk og framleiddu þær meðal annars stuttmynda Knowledy, ásamt því að hafa séð um leikstjórn. Innt eftir því hvort mikill munur hafi verið á því að framleiða Knowledy og stuttmyndina fyrir Munda svarar Hrefna því játandi. „Það er allt önnur reynsla að taka upp á hálendinu. Þar er engin búð, engin bensínstöð og miklu fleira sem þarf að hugsa út í áður en lagt er af stað. Svo þurftum við auðvitað að aðlaga myndina að veðrinu. Þannig það gekk á ýmsu, en allt gekk upp að lokum,“ segir Hrefna og hlær. -sm
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira