Hvassviðri ógnar opna breska meistaramótinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2010 11:45 Undirbúningur kylfinga fyrir opna breska meistaramótið gengur ekki sem best en það var gríðarlega hvasst er Tiger Woods og félagar æfðu á St. Andrews-vellinum í gær. Upphafshögg Tigers á 11. holu endaði á flötinni á 7. holu svo dæmi sé tekið af því hvernig vindurinn lék kylfinga. "Það getur enginn spilað á vellinum við svona aðstæður," sagði Tiger eftir að hafa barist í gegnum 18 holur. Hann var ekki sá eini sem lenti í gríðarlegum vandræðum. Scott Verplank átti pútt sem fór langt fram hjá holu. Vindurinn tók svo völdin og feykti boltanum beint aftur til Verplank. Skipuleggjendur mótsins viðurkenndu að það væri ekki hægt að spila mótið í svona miklum vindi. Veðurspáin fyrir vikuna er ekkert sérstök enda von á meira roki. Þó ekki það miklu að ekki verði hægt að spila. Það gæti þó staðið tæpt. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Undirbúningur kylfinga fyrir opna breska meistaramótið gengur ekki sem best en það var gríðarlega hvasst er Tiger Woods og félagar æfðu á St. Andrews-vellinum í gær. Upphafshögg Tigers á 11. holu endaði á flötinni á 7. holu svo dæmi sé tekið af því hvernig vindurinn lék kylfinga. "Það getur enginn spilað á vellinum við svona aðstæður," sagði Tiger eftir að hafa barist í gegnum 18 holur. Hann var ekki sá eini sem lenti í gríðarlegum vandræðum. Scott Verplank átti pútt sem fór langt fram hjá holu. Vindurinn tók svo völdin og feykti boltanum beint aftur til Verplank. Skipuleggjendur mótsins viðurkenndu að það væri ekki hægt að spila mótið í svona miklum vindi. Veðurspáin fyrir vikuna er ekkert sérstök enda von á meira roki. Þó ekki það miklu að ekki verði hægt að spila. Það gæti þó staðið tæpt.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira