Pólitískur skáldskapur 6. desember 2010 03:15 Valur Ingimundarson segir þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem bandaríska sendiráðið rangtúlki stjórnmálaástandið á Íslandi. Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur sent Fréttablaðinu athugasemd vegna umfjöllunar blaðsins á laugardaginn um minnisblað úr bandaríska sendiráðinu. Athugsemdin er hér í heild sinni: Ekki er algengt að íslenskir sagnfræðingar eða aðrir fræðimenn hafi slík samfélagsáhrif að þeir stjórni gerðum íslenskra stjórnvalda í milliríkjadeilum. En starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi telja greinilega að svo sé ef marka má minnisblað bandaríska sendiráðsins um umræðu sem spannst út af grein minni „In memoriam: Orðræða um orrustuþotur 1961-2006" og birtist í Skírni vorið 2006. Þar er því haldið fram að umræðan muni hafa þau áhrif að íslensk stjórnvöld sýni hörku í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn sem þá stóðu yfir eftir ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að kalla herinn á brott í mars 2006. Þessi fullyrðing kemur reyndar spánskt fyrir sjónir því að ég kemst að þveröfugri niðurstöðu í greininni. Mér er það ráðgáta hvaða vopnum íslensk stjórnvöld hefðu átt að beita vegna þess að það var í raun ekkert að semja um eftir að ákvörðunin um lokun herstöðvarinnar hafði verið tekin og þau höfðu horfið frá hótun sinni um uppsögn varnarsamningsins. Eftir það gátu Bandaríkjamenn túlkað varnarsaminginn að vild. Andstætt því sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins virðast hafa lesið út úr grein minni hélt ég því alls ekki fram að Bandaríkjamenn hefðu látið hjá líða að kalla herlið sitt heim ef Davíð Oddsson hefði ekki horfið úr stjórnmálum seinni hluta árs 2005. Greina mátti svipaðan misskilning í fjölmiðlaumræðu um greinina á Íslandi og í máli sumra stjórnmálamanna sem tóku þátt í henni. Ég taldi aftur á móti að brotthvarf Davíðs hefði auðveldað Bandaríkjaforseta að taka lokaákvörðun í málinu vegna þess að andstaða hans hefði átt þátt í því að þeir afturkölluðu tímabundið ákvörðun sína að kalla á brott orrustuþotur sem hér voru staðsettar árið 2003. Þeir vildu ekki grafa undan honum pólitískt og því gat tímasetningin skipt máli í þessu samhengi. Þessi túlkun byggðist á viðtölum mínum við embættismenn í utanríkisráðuneyti, þjóðaröryggisráði og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á árunum 2004-2005, en það er einmitt vikið að þeim í minnisblaðinu sem WikiLeaks birtir. Í minnisblaðinu er vitnað rétt í samtal sem bandarískur embættismaður átti við mig vorið 2006 þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að röksemdafærsla mín í greininni hefði verið skrumskæld í fjölmiðlaumræðunni. Ég taldi að ýkt viðbrögð sumra stjórnmálamanna mætti rekja til þess að stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sætu særðir eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta að leggja niður herstöðina. Þetta svar nægði greinilega ekki bandarískum sendiráðsmönnum á Íslandi því að þeir létu ímyndunaraflið hlaupa með sig gönur með því að segja það „mögulegt" að tilgátan (sem var rangtúlkuð eins og áður sagði) hafi komið frá Þorsteini Davíðssyni, þáverandi aðstoðarmanni Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og syni Davíðs Oddssonar. Samsæriskenning embættismannanna byggir á því að Þorsteinn hafi haldið því fram í samtölum við embættismenn bandaríska sendiráðsins að Bandaríkjamenn hefðu ekki lokað herstöðinni ef Davíð hefði verið enn við völd. Ég þekki Þorstein ekki og hef aldrei verið í neinum samskiptum við hann. Ekki þarf því að koma á óvart að kenningin er ekki studd neinum efnislegum rökum í minnisblaðinu, enda fullkomlega úr lausu lofti gripin. Það að nefna í þessu sambandi að faðir minn þekkir Davíð Oddsson minnir helst á þær aðferðir sem kommúnistaveiðarinn Joseph McCarthy notaði til að ala á tortryggni í garð andstæðinga sinna: „Guilt by Association." Reyndar er viðurkennt í minnisblaðinu að ekkert sé vitað um það hvernig ég hafi komist að þessari niðurstöðu í greininni - niðurstöðu sem ég komst aldrei að. Staðreyndin er sú að frumkvæði að greinaskrifunum kom ekki frá mér heldur Halldóri Guðmundssyni, ritstjóra Skírnis. Hann bað mig sérstaklega um að skrifa um stöðuna í samskiptum Bandaríkjanna og Íslands fyrir vorhefti Skírnis 2006. Efni greinarinnar ræddi ég ekki við aðra en Halldór meðan hún var í vinnslu og hann var sá eini sem vissi af greininni þangað til ég skilaði henni af mér til birtingar. Minnisblað bandaríska sendiráðsins er góður vitnisburður um hugarástand bandarískra sendiráðsmanna á Íslandi á þeim tíma þegar George W. Bush ákvað að binda enda á 55 ára dvöl Bandaríkjahers á Íslandi. Að halda að íslensk stjórnvöld gætu sýnt vígtennurnar í vonlausri samningsstöðu sumarið 2006 segir allt sem segja þarf um dómgreind þeirra. Fjarstæðukennd túlkun þeirra á grein minni ber heldur ekki vott um mikla skarpskyggni. En þetta er vitaskuld ekki í fyrsta sinn sem bandaríska sendiráðið rangtúlkar stjórnmálaástandið á Íslandi. WikiLeaks Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur sent Fréttablaðinu athugasemd vegna umfjöllunar blaðsins á laugardaginn um minnisblað úr bandaríska sendiráðinu. Athugsemdin er hér í heild sinni: Ekki er algengt að íslenskir sagnfræðingar eða aðrir fræðimenn hafi slík samfélagsáhrif að þeir stjórni gerðum íslenskra stjórnvalda í milliríkjadeilum. En starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi telja greinilega að svo sé ef marka má minnisblað bandaríska sendiráðsins um umræðu sem spannst út af grein minni „In memoriam: Orðræða um orrustuþotur 1961-2006" og birtist í Skírni vorið 2006. Þar er því haldið fram að umræðan muni hafa þau áhrif að íslensk stjórnvöld sýni hörku í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn sem þá stóðu yfir eftir ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að kalla herinn á brott í mars 2006. Þessi fullyrðing kemur reyndar spánskt fyrir sjónir því að ég kemst að þveröfugri niðurstöðu í greininni. Mér er það ráðgáta hvaða vopnum íslensk stjórnvöld hefðu átt að beita vegna þess að það var í raun ekkert að semja um eftir að ákvörðunin um lokun herstöðvarinnar hafði verið tekin og þau höfðu horfið frá hótun sinni um uppsögn varnarsamningsins. Eftir það gátu Bandaríkjamenn túlkað varnarsaminginn að vild. Andstætt því sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins virðast hafa lesið út úr grein minni hélt ég því alls ekki fram að Bandaríkjamenn hefðu látið hjá líða að kalla herlið sitt heim ef Davíð Oddsson hefði ekki horfið úr stjórnmálum seinni hluta árs 2005. Greina mátti svipaðan misskilning í fjölmiðlaumræðu um greinina á Íslandi og í máli sumra stjórnmálamanna sem tóku þátt í henni. Ég taldi aftur á móti að brotthvarf Davíðs hefði auðveldað Bandaríkjaforseta að taka lokaákvörðun í málinu vegna þess að andstaða hans hefði átt þátt í því að þeir afturkölluðu tímabundið ákvörðun sína að kalla á brott orrustuþotur sem hér voru staðsettar árið 2003. Þeir vildu ekki grafa undan honum pólitískt og því gat tímasetningin skipt máli í þessu samhengi. Þessi túlkun byggðist á viðtölum mínum við embættismenn í utanríkisráðuneyti, þjóðaröryggisráði og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á árunum 2004-2005, en það er einmitt vikið að þeim í minnisblaðinu sem WikiLeaks birtir. Í minnisblaðinu er vitnað rétt í samtal sem bandarískur embættismaður átti við mig vorið 2006 þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að röksemdafærsla mín í greininni hefði verið skrumskæld í fjölmiðlaumræðunni. Ég taldi að ýkt viðbrögð sumra stjórnmálamanna mætti rekja til þess að stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sætu særðir eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta að leggja niður herstöðina. Þetta svar nægði greinilega ekki bandarískum sendiráðsmönnum á Íslandi því að þeir létu ímyndunaraflið hlaupa með sig gönur með því að segja það „mögulegt" að tilgátan (sem var rangtúlkuð eins og áður sagði) hafi komið frá Þorsteini Davíðssyni, þáverandi aðstoðarmanni Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og syni Davíðs Oddssonar. Samsæriskenning embættismannanna byggir á því að Þorsteinn hafi haldið því fram í samtölum við embættismenn bandaríska sendiráðsins að Bandaríkjamenn hefðu ekki lokað herstöðinni ef Davíð hefði verið enn við völd. Ég þekki Þorstein ekki og hef aldrei verið í neinum samskiptum við hann. Ekki þarf því að koma á óvart að kenningin er ekki studd neinum efnislegum rökum í minnisblaðinu, enda fullkomlega úr lausu lofti gripin. Það að nefna í þessu sambandi að faðir minn þekkir Davíð Oddsson minnir helst á þær aðferðir sem kommúnistaveiðarinn Joseph McCarthy notaði til að ala á tortryggni í garð andstæðinga sinna: „Guilt by Association." Reyndar er viðurkennt í minnisblaðinu að ekkert sé vitað um það hvernig ég hafi komist að þessari niðurstöðu í greininni - niðurstöðu sem ég komst aldrei að. Staðreyndin er sú að frumkvæði að greinaskrifunum kom ekki frá mér heldur Halldóri Guðmundssyni, ritstjóra Skírnis. Hann bað mig sérstaklega um að skrifa um stöðuna í samskiptum Bandaríkjanna og Íslands fyrir vorhefti Skírnis 2006. Efni greinarinnar ræddi ég ekki við aðra en Halldór meðan hún var í vinnslu og hann var sá eini sem vissi af greininni þangað til ég skilaði henni af mér til birtingar. Minnisblað bandaríska sendiráðsins er góður vitnisburður um hugarástand bandarískra sendiráðsmanna á Íslandi á þeim tíma þegar George W. Bush ákvað að binda enda á 55 ára dvöl Bandaríkjahers á Íslandi. Að halda að íslensk stjórnvöld gætu sýnt vígtennurnar í vonlausri samningsstöðu sumarið 2006 segir allt sem segja þarf um dómgreind þeirra. Fjarstæðukennd túlkun þeirra á grein minni ber heldur ekki vott um mikla skarpskyggni. En þetta er vitaskuld ekki í fyrsta sinn sem bandaríska sendiráðið rangtúlkar stjórnmálaástandið á Íslandi.
WikiLeaks Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira