Ginola stefnir á atvinnumennsku í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 16. nóvember 2010 14:45 David Ginola hefur gríðarlegan áhuga á golfi. Nordic Photos/Getty Images „Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. Ginola hefur tekið að sér það hlutverk að koma Frakklandi á „golfkortið" og er hann í nefnd sem vinnur að því að Frakkar fái Ryderkeppnina árið 2018 á Golf National í París. Það er ekki eina stóra verkefnið sem hann hefur tekið að sér en Ginola er stórhuga og ætlar sér á atvinnumótaröð eldri kylfinga. Hann prófaði golf í fyrsta sinn í bakgarði hjá vini sínum árið 1992 og frá þeim tíma hefur hann lækkað forgjöf sína verulega en hann er með 4 í forgjöf. „Ég hef sjö ár til stefnu og ég hef sett mér það markmið að komast niður í núll í forgjöf og leika á Evrópumótaröð eldri kylfinga. Það hvetur mig áfram að setja mér slík markmið. Ég veit að þetta verður gríðarlega erfitt og ég þarf að æfa í marga klukkutíma á dag. Öll smáatriði þurfa að vera á hreinu ég þarf að slá milljón högg upp úr sandglompunni á æfingasvæðinu ásamt öllu hinu sem ég þarf að æfa," segir Ginola í samtali við Daily Mail. Nick Faldo var fyrirmynd Ginola þegar hann hóf að leika golf árið 1992 og hann notaði kennslumyndband frá Faldo til þess að koma sér af stað í golfíþróttinni. Ginola segir að það sé mun meira álag á kylfinga þegar þeir þurfa að setja niður mikilvæg pútt á stórmóti á borð við Ryderkeppnina - í samanburði við fótboltamann sem tekur vítaspyrnu á stórleik. Ginola lék lengst með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en alls lék hann 100 leiki með Lundúnarliðinu á árunum 1997-2000. Hann lék 58 leiki með Newcastle 1995-1997 og hann lauk ferlinum á Englandi með Everton árið 2002 eftir tveggja ára veru í herbúðum Aston Villa. Hann lék aðeins 17 landsleiki á fimm ára tímabili fyrir Frakka en Ginola þótti erfiður leikmaður að eiga við fyrir þjálfara og hann hafði afar sterkar skoðanir. „Ég var strax heillaður af golfinu eftir fyrsta höggið sem ég sló og fór að spila golf án þess að fá leiðsögn. Ég horfði á kennslumyndbönd frá Faldo kvölds og morgna en ég hafði ekki tíma til þess að æfa mig þar se ég var atvinnumaður í fótbolta. Golfið hefur lagast mikið hjá mér og ég nýt þess að fá tækifæri til þess að leika með þekktum kylfingum á borð við Sam Torrance, Sandy Lyle og Ian Woosnam. Það var aldrei erfitt fyrir mig að taka víti fyrir framan 80.000 áhorfendur í fótboltaleik, ég hafði æft slíkar spyrnur frá því ég var fimm ára. Í fótboltaleik halda áhorfendur áfram að búa til hávaða á meðan þú tekur vítaspyrnuna. Í golfi er allt annað uppi á teningnum. Það þögnuðu allir 50.000 áhorfendurnir þegar Greame McDowell púttaði fyrir sigri Evrópu í Ryderbikarnum. Þegar slíkt gerist þá veit kylfingurinn að öll athyglin er á honum, og því fylgir án efa meiri spenna en þegar fótboltamaður tekur vítaspyrnu," segir David Ginola. Golf Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
„Ég er kylfingur, en ekki kvikmyndastjarna," segir Frakkinn David Ginola sem á árum áður var í fremstu röð í ensku knattspyrnunni með Newcastle, Tottenham og Aston Villa. Ginola, sem er 43 ára gamall, gerir lítið annað en að leika golf en hann hefur sett sér það markmið að komast í gegnum úrtökumót fyrir atvinnumótaröð 50 ára og eldri á Evrópumótaröðinni. Ginola hefur tekið að sér það hlutverk að koma Frakklandi á „golfkortið" og er hann í nefnd sem vinnur að því að Frakkar fái Ryderkeppnina árið 2018 á Golf National í París. Það er ekki eina stóra verkefnið sem hann hefur tekið að sér en Ginola er stórhuga og ætlar sér á atvinnumótaröð eldri kylfinga. Hann prófaði golf í fyrsta sinn í bakgarði hjá vini sínum árið 1992 og frá þeim tíma hefur hann lækkað forgjöf sína verulega en hann er með 4 í forgjöf. „Ég hef sjö ár til stefnu og ég hef sett mér það markmið að komast niður í núll í forgjöf og leika á Evrópumótaröð eldri kylfinga. Það hvetur mig áfram að setja mér slík markmið. Ég veit að þetta verður gríðarlega erfitt og ég þarf að æfa í marga klukkutíma á dag. Öll smáatriði þurfa að vera á hreinu ég þarf að slá milljón högg upp úr sandglompunni á æfingasvæðinu ásamt öllu hinu sem ég þarf að æfa," segir Ginola í samtali við Daily Mail. Nick Faldo var fyrirmynd Ginola þegar hann hóf að leika golf árið 1992 og hann notaði kennslumyndband frá Faldo til þess að koma sér af stað í golfíþróttinni. Ginola segir að það sé mun meira álag á kylfinga þegar þeir þurfa að setja niður mikilvæg pútt á stórmóti á borð við Ryderkeppnina - í samanburði við fótboltamann sem tekur vítaspyrnu á stórleik. Ginola lék lengst með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en alls lék hann 100 leiki með Lundúnarliðinu á árunum 1997-2000. Hann lék 58 leiki með Newcastle 1995-1997 og hann lauk ferlinum á Englandi með Everton árið 2002 eftir tveggja ára veru í herbúðum Aston Villa. Hann lék aðeins 17 landsleiki á fimm ára tímabili fyrir Frakka en Ginola þótti erfiður leikmaður að eiga við fyrir þjálfara og hann hafði afar sterkar skoðanir. „Ég var strax heillaður af golfinu eftir fyrsta höggið sem ég sló og fór að spila golf án þess að fá leiðsögn. Ég horfði á kennslumyndbönd frá Faldo kvölds og morgna en ég hafði ekki tíma til þess að æfa mig þar se ég var atvinnumaður í fótbolta. Golfið hefur lagast mikið hjá mér og ég nýt þess að fá tækifæri til þess að leika með þekktum kylfingum á borð við Sam Torrance, Sandy Lyle og Ian Woosnam. Það var aldrei erfitt fyrir mig að taka víti fyrir framan 80.000 áhorfendur í fótboltaleik, ég hafði æft slíkar spyrnur frá því ég var fimm ára. Í fótboltaleik halda áhorfendur áfram að búa til hávaða á meðan þú tekur vítaspyrnuna. Í golfi er allt annað uppi á teningnum. Það þögnuðu allir 50.000 áhorfendurnir þegar Greame McDowell púttaði fyrir sigri Evrópu í Ryderbikarnum. Þegar slíkt gerist þá veit kylfingurinn að öll athyglin er á honum, og því fylgir án efa meiri spenna en þegar fótboltamaður tekur vítaspyrnu," segir David Ginola.
Golf Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira