Bandaríkjamenn unnu gull og silfur í bruni kvenna á Olympíuleikunum í Vancouver í nótt. Lindsey Vonn vann gullið og Julia Mancuso silfrið.
Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn vinna gullið í bruni kvenna á Olympíuleikum.
Þegar 22 greinum er lokið hafa Bandaríkjamenn unnið 5 gullverðlaun og 14 verðlaun alls. Þjóðverjar, Kóreumenn og Svisslendingar hafa unnið til þrennra gullverðlauna.