Gerður Kristný: "Útsending frá eigin glötun" 10. maí 2010 09:46 "Útsending frá eigin glötun" Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina.Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Það var á fermingaraldri og tók yfir heilan fermetra af sjónvarpsskotinu. Því varð fjölskyldan alltaf að smokra sér gætilega fram hjá gripnum til að komast inn og út úr öðru barnaherberginu. Samt hafði aldrei komið til tals að skipta því út fyrir yngra módel. Í fyrsta lagi vegna þess að myndin var skýr og í öðru lagi vegna þess að mig langaði ekki að punga út fyrir flatskjá, dótaríinu sem Björgólfi Guðmundssyni tókst að gera að táknmynd góðærisins. Sjónvarpsflykkið sýndi og sannaði að ég hafði ekki orðið spillingaröflunum að bráð.En nú fauk flekkleysið fyrir lítið. Með lunta tölti ég í tækjabúðir þar sem lygn og djúp "sjónvötnin", svo notað sé orðalag Ísaks skálds Harðarsonar, biðu væntanlegra kaupenda. Kaupin vöfðust heilmikið fyrir mér. Það er nefnilega svo sjaldan nokkuð á dagskrá sem vert er að horfa á. Kaupir kona 600 riða græju á 400.000 kr. til þess eins að fylgjast með Aðþrengdum eiginkonum í þrjú korter á viku? Á móti kemur að ég vil að við synir mínir getum horft saman á barnatímann og góðar myndir af dvd-diskum.Loks fann ég álitlegan grip og fékk afgreiðslumann til að uppfræða mig frekar um furður þær sem biðu undir lygnu yfirborðinu. Ég spurði hann til hvers í ósköpunum það væri hægt að fara inn á Netið í þessu sjónvarpi, hvort ég gæti ekki bara fengið tæki sem væri fátt annað en sjónvarp og væri þá kannski eilítið ódýrara. Maðurinn sagði kostinn augljósan því þegar ég fengi mér hljómflutningstæki, síma og jafnvel krullujárn frá sama merki gætu "öll tækin talað saman". Ég sá mig fyrir mér hvar ég lægi andvaka fram á nætur vegna skvaldursins sem bærist innan úr stofunni.Ekki dugar samt til lengdar að hafa asklok fyrir himin. Nútíminn verður ekki flúinn. Ég var að fara að rétta fram kortið þegar sölumaðurinn sagði festulega: "Þetta er framtíðareign. Hún dugar þér í fimm til sex ár." Líklega býr hann yfir forspárgáfu og veit upp á hár að framtíð mín verður ekki mikið lengri en því sem nemur ævi kanínu. Þá kafna ég á blönduðum appollólakkrís og drepst fram á lyklaborðið. Ég vona þó að ég eigi lengra líf fyrir höndum og finn í hjarta mér að ég ætlast til þess sama af græju sem kostar vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Ég endaði því í annarri búð og bar að lokum talsvert einfaldara og ódýrara tæki en það sem áður frá er sagt sjálf inn í hús - nokkuð sem ég gat ekki látið mig dreyma um með forvera þess. Góðærið hefur hafið innreið sína á heimili mitt og ekki seinna vænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
"Útsending frá eigin glötun" Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina.Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Það var á fermingaraldri og tók yfir heilan fermetra af sjónvarpsskotinu. Því varð fjölskyldan alltaf að smokra sér gætilega fram hjá gripnum til að komast inn og út úr öðru barnaherberginu. Samt hafði aldrei komið til tals að skipta því út fyrir yngra módel. Í fyrsta lagi vegna þess að myndin var skýr og í öðru lagi vegna þess að mig langaði ekki að punga út fyrir flatskjá, dótaríinu sem Björgólfi Guðmundssyni tókst að gera að táknmynd góðærisins. Sjónvarpsflykkið sýndi og sannaði að ég hafði ekki orðið spillingaröflunum að bráð.En nú fauk flekkleysið fyrir lítið. Með lunta tölti ég í tækjabúðir þar sem lygn og djúp "sjónvötnin", svo notað sé orðalag Ísaks skálds Harðarsonar, biðu væntanlegra kaupenda. Kaupin vöfðust heilmikið fyrir mér. Það er nefnilega svo sjaldan nokkuð á dagskrá sem vert er að horfa á. Kaupir kona 600 riða græju á 400.000 kr. til þess eins að fylgjast með Aðþrengdum eiginkonum í þrjú korter á viku? Á móti kemur að ég vil að við synir mínir getum horft saman á barnatímann og góðar myndir af dvd-diskum.Loks fann ég álitlegan grip og fékk afgreiðslumann til að uppfræða mig frekar um furður þær sem biðu undir lygnu yfirborðinu. Ég spurði hann til hvers í ósköpunum það væri hægt að fara inn á Netið í þessu sjónvarpi, hvort ég gæti ekki bara fengið tæki sem væri fátt annað en sjónvarp og væri þá kannski eilítið ódýrara. Maðurinn sagði kostinn augljósan því þegar ég fengi mér hljómflutningstæki, síma og jafnvel krullujárn frá sama merki gætu "öll tækin talað saman". Ég sá mig fyrir mér hvar ég lægi andvaka fram á nætur vegna skvaldursins sem bærist innan úr stofunni.Ekki dugar samt til lengdar að hafa asklok fyrir himin. Nútíminn verður ekki flúinn. Ég var að fara að rétta fram kortið þegar sölumaðurinn sagði festulega: "Þetta er framtíðareign. Hún dugar þér í fimm til sex ár." Líklega býr hann yfir forspárgáfu og veit upp á hár að framtíð mín verður ekki mikið lengri en því sem nemur ævi kanínu. Þá kafna ég á blönduðum appollólakkrís og drepst fram á lyklaborðið. Ég vona þó að ég eigi lengra líf fyrir höndum og finn í hjarta mér að ég ætlast til þess sama af græju sem kostar vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Ég endaði því í annarri búð og bar að lokum talsvert einfaldara og ódýrara tæki en það sem áður frá er sagt sjálf inn í hús - nokkuð sem ég gat ekki látið mig dreyma um með forvera þess. Góðærið hefur hafið innreið sína á heimili mitt og ekki seinna vænna.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun