Hætta ekki að spila fyrr en börnin mæta á Kaffibarinn 17. apríl 2010 08:30 Spilaglaðir feður Gísli Galdur og Benni ásamt frumburðum sínum, Hrafni Darra Benediktssyni og Bríeti Eyju Gísladóttur. fréttablaðið/vilhelm Benni B-Ruff og Gísli Galdur standa fyrir Pabbahelgum á Kaffibarnum. Þeir félagar segja föðurhlutverkið hafa opnað nýjar víddir en vilja þó ekki alveg gefa skemmtanalífið upp á bátinn. Plötusnúðarnir og feðurnir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, og Gísli Galdur Þorgeirsson standa fyrir Pabbahelgum, nýjum tónlistarkvöldum sem haldin verða mánaðarlega á Kaffibarnum. Fyrsta Pabbahelgin fer fram í kvöld og er miklu stuði lofað. Aðspurðir segja plötusnúðarnir að hugmyndin að Pabbahelgunum hafi kviknað þegar unnustur þeirra voru óléttar og þeir ákváðu að þeyta skífum saman skyldi eitthvað út af bera. „Við höfðum spilað saman sem tvíeyki af og til um nokkurt skeið og ákváðum að „bakka“ hvor annan upp á meðan unnustur okkar voru óléttar þannig að ef annar okkar þyrfti að hlaupa frá þá gæti hinn klárað giggið. Við ákváðum einnig að spila saman síðustu giggin fyrir og eftir fæðingu hjá hvor öðrum af sömu ástæð. Stuttu síðar tókum við að okkur að spila heila helgi og einn félagi okkar skírði helgina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafnið eiginlega til,“ útskýrir Benedikt. Strákarnir munu spila fjölbreytta tónlist á umræddum kvöldum og ætla ekki helga sig einni ákveðinni tónlistarstefnu. „Við ætlum að brjóta þetta svolítið upp og spila fjölbreytta tónlist þannig að fólk sé ekki að dansa við sama taktinn allt kvöldið,“ segir Gísli Galdur. Spurðir út í föðurhlutverkið segja þeir það yndislegt og að það hafi opnað nýjar víddir að eignast barn. Þeir segjast þó ekki ætla að gefa spilamennskuna upp á bátinn strax þrátt fyrir að vera orðnir feður. „Maður mun seint hætta að spila og örugglega ekki fyrr en dóttir mín fer að mæta á Kaffibarinn, þá segi ég þetta komið gott,“ segir Gísli Galdur og hlær. Pabbahelgin hefst stundvíslega klukkan 23.00 í kvöld. sara@frettabladid.is Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Benni B-Ruff og Gísli Galdur standa fyrir Pabbahelgum á Kaffibarnum. Þeir félagar segja föðurhlutverkið hafa opnað nýjar víddir en vilja þó ekki alveg gefa skemmtanalífið upp á bátinn. Plötusnúðarnir og feðurnir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, og Gísli Galdur Þorgeirsson standa fyrir Pabbahelgum, nýjum tónlistarkvöldum sem haldin verða mánaðarlega á Kaffibarnum. Fyrsta Pabbahelgin fer fram í kvöld og er miklu stuði lofað. Aðspurðir segja plötusnúðarnir að hugmyndin að Pabbahelgunum hafi kviknað þegar unnustur þeirra voru óléttar og þeir ákváðu að þeyta skífum saman skyldi eitthvað út af bera. „Við höfðum spilað saman sem tvíeyki af og til um nokkurt skeið og ákváðum að „bakka“ hvor annan upp á meðan unnustur okkar voru óléttar þannig að ef annar okkar þyrfti að hlaupa frá þá gæti hinn klárað giggið. Við ákváðum einnig að spila saman síðustu giggin fyrir og eftir fæðingu hjá hvor öðrum af sömu ástæð. Stuttu síðar tókum við að okkur að spila heila helgi og einn félagi okkar skírði helgina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafnið eiginlega til,“ útskýrir Benedikt. Strákarnir munu spila fjölbreytta tónlist á umræddum kvöldum og ætla ekki helga sig einni ákveðinni tónlistarstefnu. „Við ætlum að brjóta þetta svolítið upp og spila fjölbreytta tónlist þannig að fólk sé ekki að dansa við sama taktinn allt kvöldið,“ segir Gísli Galdur. Spurðir út í föðurhlutverkið segja þeir það yndislegt og að það hafi opnað nýjar víddir að eignast barn. Þeir segjast þó ekki ætla að gefa spilamennskuna upp á bátinn strax þrátt fyrir að vera orðnir feður. „Maður mun seint hætta að spila og örugglega ekki fyrr en dóttir mín fer að mæta á Kaffibarinn, þá segi ég þetta komið gott,“ segir Gísli Galdur og hlær. Pabbahelgin hefst stundvíslega klukkan 23.00 í kvöld. sara@frettabladid.is
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira