Innlent

Með fjögur kíló af amfetamíni

Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar
Í fangelsi Annar maðurinn situr á Litla-Hrauni, hinn í Kópavogsfangelsi.
Í fangelsi Annar maðurinn situr á Litla-Hrauni, hinn í Kópavogsfangelsi.
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi.

Mennirnir sem báðir sitja inni eru um fertugt. Þeir fluttu fíkniefnin til Íslands frá Rotterdam í Hollandi með flutningaskipinu Arnarfelli sem kom til landsins þriðjudaginn 12. janúar.

Mennirnir hittust í nokkur skipti í Reykjavík á seinni hluta ársins 2009. Skipulögðu þeir þá innflutning efnanna. Garðar Héðinn Sigurðsson tók við fíkniefnunum 4. janúar í Breda í Hollandi og hafði þau í vörslu sinni þar til hann flutti þau til Rotterdam þar sem hann afhenti Jónþóri Þórissyni þau daginn eftir. Garðar Héðinn lét Jónþór síðan fá rúmlega 400 þúsund sem greiðslu vegna innflutningsins.

Jónþór sótti fíkniefnin um borð miðvikudaginn 13. janúar. Fundust þau skömmu síðar innanklæða á honum þar sem hann var staddur við athafnasvæði Samskipa í Sundahöfn í Reykjavík. Eftir að lögregla lagði hald á fíkniefnin var gerviefnum komið fyrir í stað þeirra og að beiðni lögreglu afhenti Jónþór samstarfsmanninum Garðari Héðni gerviefnin eins og til hafði staðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×