Lánið hugsanlega greitt upp á einu ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 23:19 Icesave samninganefndin kynnir niðurstöður sínar í dag. Verði eftrstöðvar höfuðstóla af skuldbindingum vegna Icesave lána frá Bretum og Hollendingum lægri en sem nemur 45 milljörðum króna, munu Íslendingar greiða þær að fullu innan 12 mánaða frá því að greiðslur af láninu hefjast. Þetta þýðir að eftirstöðvarnar verða greiddar síðari hluta árs 2016 og fyrri hluta árs 2017. Fari svo að skuldbindingin verði hærri, lengist endurgreiðslutíminn um eitt ár fyrir hverja 10 milljarða króna, þó þannig að sú fjárhæð sem eftir stæði yrði greidd í lok 30 ára endurgreiðslutíma frá 2016.Hér að neðan má sjá samantekt frá íslensku samninganefndinni vegna Icesave samninganna. 1. Með samkomulagi þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi var ákveðið í janúar sl. að lagt yrði í viðræður við bresk og hollensk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Haft var samráð um skipun samninganefndar Íslands, og um umboð hennar í megindráttum. 2. Samninganefndina skipuðu Lee C. Buchheit lögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum lánasamningum frá bandarísku lögmannsstofunni Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton í New York, Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes Karl Sveinsson og Lárus Blöndal, hinn síðarnefndi tilnefndur sameiginlega af flokkum utan ríkisstjórnar. 3. Með samninganefndinni störfuðu náið um lengri eða skemmri tíma þeir Andrew Speirs fjármálaráðgjafi frá Hawkpoint lögfræðistofunni, Nigel Ward lögmaður frá Ashurst lögfræðistofunni, Kristján Andri Stefánsson sendiherra og Hrafn Steinarsson hagfræðingur frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nefndin naut auk þess liðsinnis annarra innlendra og erlendra sérfræðinga og ráðgjafa. 4. Samskipti hafa verið milli samninganefndar Íslands og fulltrúa breskra og hollenskra stjórnvalda síðan í febrúar. Samningaviðræður fóru fram í Lundúnum í febrúar sl. og fram að þjóðaratkvæðagreiðslu um frambúðargildi laga nr. 1/2010, sem fram fór 6. mars sl., en nokkurn tíma tók eftir það að koma á virkum samskiptum á ný. Samningsaðilarnir funduðu í Reykjavík í byrjun júnímánaðar og aftur í Haag í byrjun september. Að auki hafa farið fram nokkrir óformlegir fundir, en samskipti hafa að öðru leyti verið í síma og í gegnum tölvuskeyti. 5. Samninganefndirnar náðu í gær saman um samningsniðurstöðu sín í milli og voru samningsdrög árituð í Lundúnum í gær, 8.desember. Af Íslands hálfu voru samningadrögin árituð af öllum fimm samningarnefndarmönnum Íslands, ásamt stjórnarformanni Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem á aðild að samningunum. Rétt er að árétta að áritunin jafngildir ekki undirritun samninga, heldur er með árituninni eingöngu staðfest að fengin sé niðurstaða í samningaviðræðurnar. Endanleg undirritun og skuldbinding af Íslands hálfu bíður þess að Alþingi hafi veitt til þess nauðsynlegar heimildir. 6. Samninganefndin hefur í dag lagt áritaða samninga fyrir formenn og fulltrúa allra þeirra flokka sem stóðu að því að veita henni umboð sitt til samningaviðræðna, ásamt því að afhenda þeim drög að frumvarpi til laga ". . . um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í Lundúnum, 8. desember 2010, um ábyrgð á (a) endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og (b) á greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum." Þar með hefur samninganefndin lokið hlutverki sínu, a.m.k. hvað hina eiginlegu samningagerð varðar. Um niðurstöðuna: 7. Uppbygging samninganna. Niðurstöður viðræðnanna gera í stórum dráttum ráð fyrir að í stað hefðbundinna lánssamninga verði gerðir endurgreiðslu- og skaðleysissamningar (e. Reimbursement and Indemnity Agreements) með aðild hlutaðeigandi ríkja og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF). Endurgreiðslusamningarnir eru um margt með öðru sniði en fyrri lánssamningar vegna uppgjörs lágmarkstryggingar við innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þeir gera ráð fyrir að Tryggingarsjóður innstæðureigenda og fjárfesta endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út af því tilefni en fái í staðinn framseldan samsvarandi hluta krafna þeirra í bú bankans og annist um að innheimta þær. Gert er ráð fyrir að tryggingasjóðurinn nýti áður en til þess kemur þá fjármuni sem nú þegar eru til í sjóðnum til endurgreiðslu. Að því búnu verði greiðslur inntar af hendi jöfnum höndum eftir því sem úthlutað er úr búi Landsbankans allt til loka júnimánaðar 2016. 8. Ábyrgð ríkisins er takmörkuð eins og kostur er og í raun eingöngu bundin við (a) samtímagreiðslur vaxta fram til júní 2016 og (b) þann hluta sem ekki hefur verið innheimtur úr búi bankans að þeim tíma liðnum. 9. Vextir. Vaxtaákvæði hinna nýju samninga eru verulega frábrugðin samningsákvæðum í hinum fyrri samningi. - Í fyrsta lagi er samið um fasta vexti fram á mitt ár 2016. Vextirnir eru 3,0% á hinum hollenska hluta lánanna, en 3,3% vextir á hinum breska hluta (2/3). Meðalvextir eru eru því 3,2%. • samið er um að engir vextir skuli reiknast á skuldbindinganar fyrr en eftir 1. október 2009 (jafngildir 9 mánaða vaxtahléi m.v. fyrri samning); • áfallnir vextir fyrir árin 2009 og 2010 eru greiddir í ársbyrjun 2011; • vextir eru greiddir ársfjórðungslega frá ársbyrjun 2011 til miðs árs 2016. Að teknu tilliti til vaxtahlés og áætlana um lækkun höfuðstóls samsvara áætlaðir vextir 2009 -2016 því að þeir væru að meðaltali 2,64% . - Í öðru lagi er samið um að þær eftirstöðvar sem kunna að vera á lánunum eftir mitt ár 2016 gildi viðeigandi CIRR-vextir, eða útflutningslánavextir sem reiknaðir eru og birtir af OECD, án nokkurs vaxtaálags. Þeir vextir eru almennt hinir allra lægstu sem tíðkast í lánasamningum opinberra aðila. 10. Efnahagslegir fyrirvarar. Samið er um efnahagslega fyrirvara sem eru tvíþættir, en í þeim felst annars vegar að sett er þak á árlegar greiðslur úr ríkissjóði og hins vegar að ef höfuðstóll eftirstöðva af skuldbindingu TIF verður hærri en tiltekin fjárhæð, lengist lánstíminn sjálfkrafa eftir júnímánuð 2016 í ákveðnu hlutfalli við þá fjárhæð sem þá stendur eftir. - þak á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 miðast við 5% af tekjum ríkisins á næstliðnu ári. Komi til þess að sú fjárhæð, sem það hlutfall ríkistekna jafngildir, verði lægri en 1,3% af landsframleiðslu skal hámark endurgreiðslna miðast við það hlutfall landsframleiðslunnar (1,3% af VLF jafngildir nú um 20 milljörðum króna). - lenging lánstíma er ákvörðuð með þeim hætti að verði eftrstöðvar höfuðstóla af skuldbindingum TIF lægri en sem nemur 45 milljörðum króna greiðast þær að fullu innan 12 mánaða, þ.e. síðari hluta árs 2016 og fyrrihluta árs 2017. Fari svo að skuldbindingin verði hærri, lengist endurgreiðslutíminn um eitt ár fyrir hverja 10 milljarða króna, þó þannig að sú fjárhæð sem eftir stæði yrði greidd í lok 30 ára endurgreiðslutíma frá 2016 að telja. Með framangreindum fyrirvörum má telja algjörlega tryggt að greiðslur vegna Icesave skuldbindingarinnar verði ávallt innan vel viðráðanlegra marka. Ólíklegt er að nokkru sinni muni reyna á framangreint þak á greiðslur, enda verði árleg greiðslubyrði langt innan þeirra. 11. Lagaleg atriði. Ýmis lagaleg atriði breytast Íslandi í hag frá fyrri samningum, svo sem gjaldfellingarákvæði, vanefndaúrræði, fjárhæðaviðmið og greiðslufrestir. Mestu varðar þó að úrlausn ágreiningsmála er flutt úr lögsögu breskra dómstóla og undir regluverk Alþjóðagerðardómstólsins í Haag. Færi svo að máli vegna samninganna yrði vísað til hans myndu aðilar tilnefna hvor sinn fulltrúann og fulltrúarnir síðan koma sér saman um oddamann. Þannig er tryggt að í málum er varða Ísland sitji ávallt aðili í gerðardóminum sem tilnefndur er af Íslandi. Í samningsdrögunum er haldið inni sambærilegum ákvæðum og áður um samráð aðila gefi efnahagsleg staða á Íslandi tilefni til, skýrt er tekið fram að ákvæði um takmörkun friðhelgisréttinda hafi engin áhrif á eignir ríkisins sem njóta friðhelgi skv. Vínarsamningnum um stjórnmálasamband, þær eignir á Íslandi sem nauðsynlegar séu fyrir Ísland sem fullvalda ríki eða eigur Seðlabanka Íslands. Síðast en ekki síst er áfram sambærilegt ákvæði og fyrr um náttúruauðlindir. 12. Kostnaður. Samninganefndin hefur áætlað kostnað sem ætla má að falli á Ísland við framkvæmd samninganna. Við áætlunina er byggt á mati Skilanefndar Landsbankans á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjaldmiðla. Niðurstaða matsins er að sá kostnaður sem falli á ríkissjóð verði innan við 50 milljarðar króna, eða rúm 3% af landsframleiðslu. Er þá tekið tillit til þess að búið væri að ráðstafa um 20 milljörðum króna af núverandi eigum TIF upp í skuldbindingarnar. Framangreind niðurstaða felur í sér að það verði eingöngu vaxtakostnaður sem falli á ríkissjóð. Til greiðslu í byrjun næsta árs kæmu uppsafnaðir vextir, alls 26 milljarðar, þar af 6 milljarðar úr ríkissjóði, en greiðslur yrðu um 17 milljarðar á næsta ári og færu hratt lækkandi árin þar á eftir. Greiðslum yrði að fullu lokið 2016. Miðað við núverandi forsendur um heimtur eigna þrotabúsins hefði kostnaður við fyrri samning numið yfir 180 milljörðum króna (um 162 milljarðar að teknu tilliti til eigna TIF). Margt gerir að verkum að kostnaður fer lækkandi, þar skipta mestu lægri vextir (vextir hafa haldist lágir á alþjóðamörkuðum) og styrking á gengi íslensku krónunnar frá því að kröfulýsingarfrestur í þrotabú Landsbankans rann út í apríl 2009, en kröfufjárhæðir eru miðaðar við gengi krónunnar á þeim tíma. Kostnaður svarar því til vel innan við þriðjung af fyrra kostnaðarmati. 13. Áhættuþættir vegna samninganna eru einkanlega þrír og þeir varða eignaheimtur þrotabús Landsbankans, tímasetningu á greiðslum krafna og gengisþróun. Meiri vissa er nú en þegar málið kom síðast til kasta Alþingis um endurheimtur úr búi Landsbankans og skilanefnd bankans hefur nú náð fullu valdi á eignum hans í Bretlandi og Hollandi. Skilanefndin telur í skýrslu sinni til kröfuhafafundar 9. nóvember 2010 að úthlutun upp í forgangskröfur muni nema 86%. Mat á eignum hefur reynst raunhæft og varfærið. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að þar gætu orðið ófyrirséðar breytingar á sem hafa myndu áhrif á það hversu mikið heimtist upp í kröfur. Eignaheimtur gætu orðið verri en nú er talið, en þær gætu jafnframt batnað. Tafir á því að úthlutað sé úr þrotabúi Landsbankans myndu valda því að uppsafnaðir vextir á ógreiddan höfuðstól yrðu hærri. Það eru einkanlega mögulegar tafir á úrlausn dómsmála sem kynnu að valda slíkri frestun, en í því mati sem sett er fram að framan er byggt á núverandi mati slitastjórnar um útgreiðslur. Loks hefur gengi íslensku krónunnar, og innbyrðis gengi annarra gjaldmiðla, áhrif á það, hver heildarkostnaður ríkissjóðs yrði. Sem áður segir hefur styrking krónunnar frá því í apríl 2009 haft þar áhrif til lækkunnar. Sú niðurstaða að heildarkostnaður ríkisins af Icesave-samningum verði um 47 milljarðar, byggir á reikniforsendum Seðlabankans sem fela í sér að gengi íslensku krónunnar muni fara hækkandi á komandi árum. 14. Málsmeðferð. Sem kunnugt er hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) stofnað til samningsbrotamáls á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave-málsins. Ef samningar takast ekki um lausn málsins má búast við að það mál haldi áfram með hefðbundnum hætti, þ.e. með útgáfu rökstudds álits frá ESA og eftir atvikum málshöfðun fyrir EFTA dómstólnum. Sú málsmeðferð gæti tekið allt að tveimur árum. Ef niðurstaða yrði Íslandi í óhag gætu vaknað spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins og sérstök vandkvæði vegna framkvæmdar EES samningsins í framhaldinu. Fyrir liggur að ESA muni fella niður áðurnefnt samningsbrotamál ef Íslendingar, Bretar og Hollendingar komast að samkomulagi um lausn Icesave-málsins. Á grundvelli hins nýja samkomulags hafa verið gerð drög að frumvarpi til laga, sem kynnt hefur verið forsvarsmönnnum stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Meginefni þess frumvarps er fólgið í heimild til að staðfesta hina nýju samninga við bresk og hollensk stjórnvöld og áréttað að heimilt verði samkvæmt þeim að skuldbinda ríkissjóð til að mæta eftirstöðvum og vöxtum vegna krafna Hollendinga og Breta vegna greiðslu lágmarkstryggingar á reikningum í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Samningarnir voru áritaðir með upphafsstöfum samninganefndarmanna landanna í Lundúnum í gær, 8. desember 2010. Sem áður segir er áritunin er eingöngu til vitnis um þá niðurstöðu sem fengin er í viðræðum ríkjanna, en fyrir liggur að samningarnir verða ekki undirritaðir nema Alþingi hafi veitt samþykki sitt fyrir því að stjórnvöld takist þær skuldbindingar á herðar. Icesave Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Verði eftrstöðvar höfuðstóla af skuldbindingum vegna Icesave lána frá Bretum og Hollendingum lægri en sem nemur 45 milljörðum króna, munu Íslendingar greiða þær að fullu innan 12 mánaða frá því að greiðslur af láninu hefjast. Þetta þýðir að eftirstöðvarnar verða greiddar síðari hluta árs 2016 og fyrri hluta árs 2017. Fari svo að skuldbindingin verði hærri, lengist endurgreiðslutíminn um eitt ár fyrir hverja 10 milljarða króna, þó þannig að sú fjárhæð sem eftir stæði yrði greidd í lok 30 ára endurgreiðslutíma frá 2016.Hér að neðan má sjá samantekt frá íslensku samninganefndinni vegna Icesave samninganna. 1. Með samkomulagi þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi var ákveðið í janúar sl. að lagt yrði í viðræður við bresk og hollensk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Haft var samráð um skipun samninganefndar Íslands, og um umboð hennar í megindráttum. 2. Samninganefndina skipuðu Lee C. Buchheit lögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum lánasamningum frá bandarísku lögmannsstofunni Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton í New York, Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes Karl Sveinsson og Lárus Blöndal, hinn síðarnefndi tilnefndur sameiginlega af flokkum utan ríkisstjórnar. 3. Með samninganefndinni störfuðu náið um lengri eða skemmri tíma þeir Andrew Speirs fjármálaráðgjafi frá Hawkpoint lögfræðistofunni, Nigel Ward lögmaður frá Ashurst lögfræðistofunni, Kristján Andri Stefánsson sendiherra og Hrafn Steinarsson hagfræðingur frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nefndin naut auk þess liðsinnis annarra innlendra og erlendra sérfræðinga og ráðgjafa. 4. Samskipti hafa verið milli samninganefndar Íslands og fulltrúa breskra og hollenskra stjórnvalda síðan í febrúar. Samningaviðræður fóru fram í Lundúnum í febrúar sl. og fram að þjóðaratkvæðagreiðslu um frambúðargildi laga nr. 1/2010, sem fram fór 6. mars sl., en nokkurn tíma tók eftir það að koma á virkum samskiptum á ný. Samningsaðilarnir funduðu í Reykjavík í byrjun júnímánaðar og aftur í Haag í byrjun september. Að auki hafa farið fram nokkrir óformlegir fundir, en samskipti hafa að öðru leyti verið í síma og í gegnum tölvuskeyti. 5. Samninganefndirnar náðu í gær saman um samningsniðurstöðu sín í milli og voru samningsdrög árituð í Lundúnum í gær, 8.desember. Af Íslands hálfu voru samningadrögin árituð af öllum fimm samningarnefndarmönnum Íslands, ásamt stjórnarformanni Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem á aðild að samningunum. Rétt er að árétta að áritunin jafngildir ekki undirritun samninga, heldur er með árituninni eingöngu staðfest að fengin sé niðurstaða í samningaviðræðurnar. Endanleg undirritun og skuldbinding af Íslands hálfu bíður þess að Alþingi hafi veitt til þess nauðsynlegar heimildir. 6. Samninganefndin hefur í dag lagt áritaða samninga fyrir formenn og fulltrúa allra þeirra flokka sem stóðu að því að veita henni umboð sitt til samningaviðræðna, ásamt því að afhenda þeim drög að frumvarpi til laga ". . . um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í Lundúnum, 8. desember 2010, um ábyrgð á (a) endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og (b) á greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum." Þar með hefur samninganefndin lokið hlutverki sínu, a.m.k. hvað hina eiginlegu samningagerð varðar. Um niðurstöðuna: 7. Uppbygging samninganna. Niðurstöður viðræðnanna gera í stórum dráttum ráð fyrir að í stað hefðbundinna lánssamninga verði gerðir endurgreiðslu- og skaðleysissamningar (e. Reimbursement and Indemnity Agreements) með aðild hlutaðeigandi ríkja og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF). Endurgreiðslusamningarnir eru um margt með öðru sniði en fyrri lánssamningar vegna uppgjörs lágmarkstryggingar við innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þeir gera ráð fyrir að Tryggingarsjóður innstæðureigenda og fjárfesta endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út af því tilefni en fái í staðinn framseldan samsvarandi hluta krafna þeirra í bú bankans og annist um að innheimta þær. Gert er ráð fyrir að tryggingasjóðurinn nýti áður en til þess kemur þá fjármuni sem nú þegar eru til í sjóðnum til endurgreiðslu. Að því búnu verði greiðslur inntar af hendi jöfnum höndum eftir því sem úthlutað er úr búi Landsbankans allt til loka júnimánaðar 2016. 8. Ábyrgð ríkisins er takmörkuð eins og kostur er og í raun eingöngu bundin við (a) samtímagreiðslur vaxta fram til júní 2016 og (b) þann hluta sem ekki hefur verið innheimtur úr búi bankans að þeim tíma liðnum. 9. Vextir. Vaxtaákvæði hinna nýju samninga eru verulega frábrugðin samningsákvæðum í hinum fyrri samningi. - Í fyrsta lagi er samið um fasta vexti fram á mitt ár 2016. Vextirnir eru 3,0% á hinum hollenska hluta lánanna, en 3,3% vextir á hinum breska hluta (2/3). Meðalvextir eru eru því 3,2%. • samið er um að engir vextir skuli reiknast á skuldbindinganar fyrr en eftir 1. október 2009 (jafngildir 9 mánaða vaxtahléi m.v. fyrri samning); • áfallnir vextir fyrir árin 2009 og 2010 eru greiddir í ársbyrjun 2011; • vextir eru greiddir ársfjórðungslega frá ársbyrjun 2011 til miðs árs 2016. Að teknu tilliti til vaxtahlés og áætlana um lækkun höfuðstóls samsvara áætlaðir vextir 2009 -2016 því að þeir væru að meðaltali 2,64% . - Í öðru lagi er samið um að þær eftirstöðvar sem kunna að vera á lánunum eftir mitt ár 2016 gildi viðeigandi CIRR-vextir, eða útflutningslánavextir sem reiknaðir eru og birtir af OECD, án nokkurs vaxtaálags. Þeir vextir eru almennt hinir allra lægstu sem tíðkast í lánasamningum opinberra aðila. 10. Efnahagslegir fyrirvarar. Samið er um efnahagslega fyrirvara sem eru tvíþættir, en í þeim felst annars vegar að sett er þak á árlegar greiðslur úr ríkissjóði og hins vegar að ef höfuðstóll eftirstöðva af skuldbindingu TIF verður hærri en tiltekin fjárhæð, lengist lánstíminn sjálfkrafa eftir júnímánuð 2016 í ákveðnu hlutfalli við þá fjárhæð sem þá stendur eftir. - þak á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 miðast við 5% af tekjum ríkisins á næstliðnu ári. Komi til þess að sú fjárhæð, sem það hlutfall ríkistekna jafngildir, verði lægri en 1,3% af landsframleiðslu skal hámark endurgreiðslna miðast við það hlutfall landsframleiðslunnar (1,3% af VLF jafngildir nú um 20 milljörðum króna). - lenging lánstíma er ákvörðuð með þeim hætti að verði eftrstöðvar höfuðstóla af skuldbindingum TIF lægri en sem nemur 45 milljörðum króna greiðast þær að fullu innan 12 mánaða, þ.e. síðari hluta árs 2016 og fyrrihluta árs 2017. Fari svo að skuldbindingin verði hærri, lengist endurgreiðslutíminn um eitt ár fyrir hverja 10 milljarða króna, þó þannig að sú fjárhæð sem eftir stæði yrði greidd í lok 30 ára endurgreiðslutíma frá 2016 að telja. Með framangreindum fyrirvörum má telja algjörlega tryggt að greiðslur vegna Icesave skuldbindingarinnar verði ávallt innan vel viðráðanlegra marka. Ólíklegt er að nokkru sinni muni reyna á framangreint þak á greiðslur, enda verði árleg greiðslubyrði langt innan þeirra. 11. Lagaleg atriði. Ýmis lagaleg atriði breytast Íslandi í hag frá fyrri samningum, svo sem gjaldfellingarákvæði, vanefndaúrræði, fjárhæðaviðmið og greiðslufrestir. Mestu varðar þó að úrlausn ágreiningsmála er flutt úr lögsögu breskra dómstóla og undir regluverk Alþjóðagerðardómstólsins í Haag. Færi svo að máli vegna samninganna yrði vísað til hans myndu aðilar tilnefna hvor sinn fulltrúann og fulltrúarnir síðan koma sér saman um oddamann. Þannig er tryggt að í málum er varða Ísland sitji ávallt aðili í gerðardóminum sem tilnefndur er af Íslandi. Í samningsdrögunum er haldið inni sambærilegum ákvæðum og áður um samráð aðila gefi efnahagsleg staða á Íslandi tilefni til, skýrt er tekið fram að ákvæði um takmörkun friðhelgisréttinda hafi engin áhrif á eignir ríkisins sem njóta friðhelgi skv. Vínarsamningnum um stjórnmálasamband, þær eignir á Íslandi sem nauðsynlegar séu fyrir Ísland sem fullvalda ríki eða eigur Seðlabanka Íslands. Síðast en ekki síst er áfram sambærilegt ákvæði og fyrr um náttúruauðlindir. 12. Kostnaður. Samninganefndin hefur áætlað kostnað sem ætla má að falli á Ísland við framkvæmd samninganna. Við áætlunina er byggt á mati Skilanefndar Landsbankans á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjaldmiðla. Niðurstaða matsins er að sá kostnaður sem falli á ríkissjóð verði innan við 50 milljarðar króna, eða rúm 3% af landsframleiðslu. Er þá tekið tillit til þess að búið væri að ráðstafa um 20 milljörðum króna af núverandi eigum TIF upp í skuldbindingarnar. Framangreind niðurstaða felur í sér að það verði eingöngu vaxtakostnaður sem falli á ríkissjóð. Til greiðslu í byrjun næsta árs kæmu uppsafnaðir vextir, alls 26 milljarðar, þar af 6 milljarðar úr ríkissjóði, en greiðslur yrðu um 17 milljarðar á næsta ári og færu hratt lækkandi árin þar á eftir. Greiðslum yrði að fullu lokið 2016. Miðað við núverandi forsendur um heimtur eigna þrotabúsins hefði kostnaður við fyrri samning numið yfir 180 milljörðum króna (um 162 milljarðar að teknu tilliti til eigna TIF). Margt gerir að verkum að kostnaður fer lækkandi, þar skipta mestu lægri vextir (vextir hafa haldist lágir á alþjóðamörkuðum) og styrking á gengi íslensku krónunnar frá því að kröfulýsingarfrestur í þrotabú Landsbankans rann út í apríl 2009, en kröfufjárhæðir eru miðaðar við gengi krónunnar á þeim tíma. Kostnaður svarar því til vel innan við þriðjung af fyrra kostnaðarmati. 13. Áhættuþættir vegna samninganna eru einkanlega þrír og þeir varða eignaheimtur þrotabús Landsbankans, tímasetningu á greiðslum krafna og gengisþróun. Meiri vissa er nú en þegar málið kom síðast til kasta Alþingis um endurheimtur úr búi Landsbankans og skilanefnd bankans hefur nú náð fullu valdi á eignum hans í Bretlandi og Hollandi. Skilanefndin telur í skýrslu sinni til kröfuhafafundar 9. nóvember 2010 að úthlutun upp í forgangskröfur muni nema 86%. Mat á eignum hefur reynst raunhæft og varfærið. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að þar gætu orðið ófyrirséðar breytingar á sem hafa myndu áhrif á það hversu mikið heimtist upp í kröfur. Eignaheimtur gætu orðið verri en nú er talið, en þær gætu jafnframt batnað. Tafir á því að úthlutað sé úr þrotabúi Landsbankans myndu valda því að uppsafnaðir vextir á ógreiddan höfuðstól yrðu hærri. Það eru einkanlega mögulegar tafir á úrlausn dómsmála sem kynnu að valda slíkri frestun, en í því mati sem sett er fram að framan er byggt á núverandi mati slitastjórnar um útgreiðslur. Loks hefur gengi íslensku krónunnar, og innbyrðis gengi annarra gjaldmiðla, áhrif á það, hver heildarkostnaður ríkissjóðs yrði. Sem áður segir hefur styrking krónunnar frá því í apríl 2009 haft þar áhrif til lækkunnar. Sú niðurstaða að heildarkostnaður ríkisins af Icesave-samningum verði um 47 milljarðar, byggir á reikniforsendum Seðlabankans sem fela í sér að gengi íslensku krónunnar muni fara hækkandi á komandi árum. 14. Málsmeðferð. Sem kunnugt er hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) stofnað til samningsbrotamáls á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave-málsins. Ef samningar takast ekki um lausn málsins má búast við að það mál haldi áfram með hefðbundnum hætti, þ.e. með útgáfu rökstudds álits frá ESA og eftir atvikum málshöfðun fyrir EFTA dómstólnum. Sú málsmeðferð gæti tekið allt að tveimur árum. Ef niðurstaða yrði Íslandi í óhag gætu vaknað spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins og sérstök vandkvæði vegna framkvæmdar EES samningsins í framhaldinu. Fyrir liggur að ESA muni fella niður áðurnefnt samningsbrotamál ef Íslendingar, Bretar og Hollendingar komast að samkomulagi um lausn Icesave-málsins. Á grundvelli hins nýja samkomulags hafa verið gerð drög að frumvarpi til laga, sem kynnt hefur verið forsvarsmönnnum stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Meginefni þess frumvarps er fólgið í heimild til að staðfesta hina nýju samninga við bresk og hollensk stjórnvöld og áréttað að heimilt verði samkvæmt þeim að skuldbinda ríkissjóð til að mæta eftirstöðvum og vöxtum vegna krafna Hollendinga og Breta vegna greiðslu lágmarkstryggingar á reikningum í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Samningarnir voru áritaðir með upphafsstöfum samninganefndarmanna landanna í Lundúnum í gær, 8. desember 2010. Sem áður segir er áritunin er eingöngu til vitnis um þá niðurstöðu sem fengin er í viðræðum ríkjanna, en fyrir liggur að samningarnir verða ekki undirritaðir nema Alþingi hafi veitt samþykki sitt fyrir því að stjórnvöld takist þær skuldbindingar á herðar.
Icesave Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira