Handbolti

Jón Andri: Allt gekk upp

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jón Andri í leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Jón Andri í leiknum í kvöld. Mynd/Valli

„Við vorum vel stemmdir frá fyrstu mínútu. Þetta var það sem við ætluðum okkur að gera, klára þetta strax og ekkert bull," sagði Jón Andri Helgason, markahæsti leikmaður Aftureldingar í kvöld.

Afturelding hafði talsverða yfirburði gegn Gróttu í kvöld og er liðið nú komið aftur upp í úrvalsdeildina. Mosfellingar unnu einvígið gegn Gróttu samtals 2-0.

Stemningin í íþróttahúsinu við Varmá var mögnuð, þétt setið og mikið sungið. „Það hefur verið góður stuðningur við okkur í allan vetur. Það eru allir að segjast vera með bestu stemninguna, það er bara kjaftæði. Stemningin er í þessu húsi, það er klárt mál," sagði Jón Andri.

„Liðsheildin var lykillinn að þessum sigri. Hver sem kom inn á skilaði sínu. Allir voru að skora sín mörk, barátta í vörninni... þetta var bara algjör klassi. Allt gekk upp."

Jón Andri átti mjög góðan leik. „Ég er búinn að eiga þessa úrslitakeppni, þetta er mín úrslitakeppni," sagði hann og brosti. "Við erum lið sem á að vera í efstu deild, engin spurning."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×