Golf

Evrópa er 12-9 yfir þegar fimm leikjum er lokið í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Poulter fagnar sigri í sínum leik.
Ian Poulter fagnar sigri í sínum leik. Mynd/AP

Evrópumönnum vantar aðeins 2,5 stig til viðbótar til þess að endurheimta Ryder-bikarinn í golfi þegar fimm leikjum er lokið á lokadegi keppninnar sem fer nú í fyrsta sinn fram á mánudegi.

Steve Stricker (gegn Lee Westwood) og Dustin Johnson (gegn Martin Kaymer) tryggðu Bandaríkjamönnum tvö stig með góðum sigrum en Evrópumennirnir Luke Donald (gegn Jim Furyk) og Ian Poulter (gegn Matt Kuchar) unnu á móti sína leiki.

Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink og Norður-Írinn Rory McIlroy gerðu síðan jafntefli.

Evrópumennirnir Miguel Angel Jimenez (gegn Bubba Watson) og Edoardo Molinari (gegn Rickie Fowler) eru báðir komnir með forskot í sínum leikjum en á móti lítur það út fyrir að Tiger Woods, Phil Mickelson og Zach Johnson vinni allir sína leiki fyrir Bandaríkjamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×