Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur 16. nóvember 2010 20:40 Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur. Lúkasarmálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur.
Lúkasarmálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira