Björgvin Karl ætlar að styrkja KR-liðið fyrir næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2010 20:30 Björgvin Karl Gunnarsson með Kristni Kjærnested, formanni Knattspyrnudeildar KR. Mynd/Heimasíða KR Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira