Almenningur vill sjá vægari refsingar 24. ágúst 2010 06:15 Niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til refsinga benda til þess að almenningur hér á landi sé í reynd refsimildari en dómstólar. Hinn almenni borgari vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Ekki endilega með lengri fangelsisvist. Fréttablaðið/Vilhelm Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. holmfridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. holmfridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira