Hátíðarborð Hönnu Margrétar 17. desember 2010 06:00 Húsfreyjan ákvað að nota ekki dúk, enda nýtur borðskreytingin sín vel við tekkið. Hátíðarborð Hönnu Margrétar Einarsdóttur er sérstaklega hlýlegt þar sem jarðlitir í náttúrulegum og einföldum borðskreytingum úr kanilstöngum, lifandi jurtum og könglum spila aðalhlutverkið. Borðskreytingin er ekki síður barnvæn. Hanna Margrét Einarsdóttir hefur meðal annars verið í hönnunarnáminu Mótun í Myndlistarskólanum í Reykjavík og segist heillast af náttúrulegum formum og jarðlitum. „Ég reyni oft að leggja eitthvað náttúrulegt í borðskreytingar. Ég átti kanilstangir sem mér finnst tilheyra jólunum, og notaði þær sem skreytingar á tauservíetturnar." Hanna Margét á þrjú börn og segist oft verða vitni að því að börnum leiðist þófið við borðhaldið. Því hafi hún ákveðið að hafa borðhaldið barnvænt, með því að skreyta það með litlum fígúrum, hreindýrum, til að stytta börnunum stundir. „Borðskreytingar þurfa ekki að vera flóknar eða þungar í vöfum og oftast finnst mér þessar einföldu langfallegastar. Þannig sleppti ég því að nota dúk því viðurinn nýtur sín vel við kertaljósin og skreytti meðal annars með hjartaarfa."- jmaHanna Margrét Einarsdóttir með níu mánaða syni sínum. Loftljósið er úr Illum Bolighus og stólarnir smíði sjálfs Sveins Kjarvals.Ofan á tauservéttu lagði Hanna Margrét kanilstöng og greinar af hjartaarfa. Snærisspotti er svo vafinn utan um.Kertastjakinn er eins og lítið snjóhús en hann fékk Hanna Margrét í Kisunni. Hreindýrin eru barnaleikföng.Formfögur glös frá Tsé Tsé. Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hátíðarborð Hönnu Margrétar Einarsdóttur er sérstaklega hlýlegt þar sem jarðlitir í náttúrulegum og einföldum borðskreytingum úr kanilstöngum, lifandi jurtum og könglum spila aðalhlutverkið. Borðskreytingin er ekki síður barnvæn. Hanna Margrét Einarsdóttir hefur meðal annars verið í hönnunarnáminu Mótun í Myndlistarskólanum í Reykjavík og segist heillast af náttúrulegum formum og jarðlitum. „Ég reyni oft að leggja eitthvað náttúrulegt í borðskreytingar. Ég átti kanilstangir sem mér finnst tilheyra jólunum, og notaði þær sem skreytingar á tauservíetturnar." Hanna Margét á þrjú börn og segist oft verða vitni að því að börnum leiðist þófið við borðhaldið. Því hafi hún ákveðið að hafa borðhaldið barnvænt, með því að skreyta það með litlum fígúrum, hreindýrum, til að stytta börnunum stundir. „Borðskreytingar þurfa ekki að vera flóknar eða þungar í vöfum og oftast finnst mér þessar einföldu langfallegastar. Þannig sleppti ég því að nota dúk því viðurinn nýtur sín vel við kertaljósin og skreytti meðal annars með hjartaarfa."- jmaHanna Margrét Einarsdóttir með níu mánaða syni sínum. Loftljósið er úr Illum Bolighus og stólarnir smíði sjálfs Sveins Kjarvals.Ofan á tauservéttu lagði Hanna Margrét kanilstöng og greinar af hjartaarfa. Snærisspotti er svo vafinn utan um.Kertastjakinn er eins og lítið snjóhús en hann fékk Hanna Margrét í Kisunni. Hreindýrin eru barnaleikföng.Formfögur glös frá Tsé Tsé.
Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira