Örvar endaði hringinn á sex fuglum í röð og jafnaði vallarmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 18:35 Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar. Mynd/Valur/Heimasíða GKB Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar átti ótrúlegan þriðja hring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu í dag. Örvar lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og jafnaði með því vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar frá því á fyrsta degi. Örvar var með átta fugla, tvo skolla og einn þrefaldan skolla á þessum magnaða hring þar sem hann byrjaði og endaði vel en átti síðan skelfilegan millikafla. Örvar var kominn tvö högg undir par eftir fyrstu sex holurnar en tapaði síðan fimm höggum á holum sjö til ellefu. Hann hristi það hinsvegar af sér, paraði tólftu holuna og endaði hringinn síðan á því að fá sex fugla í röð. Örvar er einn högglengsti kylfingur landsins en hann hefur verið sveiflukenndur á mótinu en náði því að fá fjóra fugla í röð á holum þrjú til sex á fyrsta deginum. „Þetta var hreint útrúlegt og ég hef aldrei áður upplifað annað eins. Ég var á parinu eftir tíundu holu, en lék 11. holu á 3 höggum yfir pari. Ég var ekki par ánægður með það og ákvað þá að setja í annan gír og það gekk allt upp - sex fuglar í röð, á 12., 13., 14., 15., 16., 17. og 18. holu," sagði Örvar í viðtali á heimsíðu GKB. „Eftir þennan hring er það bara verðlaunasæti sem ég stefni að, það er ekki nokkur spurning. Þetta er besta skorið mitt á alvöru 18 holu velli, ég á 67 högg á Dalvíkurvelli en hann er ekkert í líkingu við þennan völl. Ég verð nú bara að segja að þessi völlur er frábær. Hann er fljótur að refsa ef maður er ekki á braut og svo spilar vindurinn líka stóra rullu þegar hann blæs. Það er líka hægt að skora vel ef maður er vel á boltanum eins og ég var á lokaholunum," sagði Örvar í viðtalinu á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar átti ótrúlegan þriðja hring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu í dag. Örvar lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og jafnaði með því vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar frá því á fyrsta degi. Örvar var með átta fugla, tvo skolla og einn þrefaldan skolla á þessum magnaða hring þar sem hann byrjaði og endaði vel en átti síðan skelfilegan millikafla. Örvar var kominn tvö högg undir par eftir fyrstu sex holurnar en tapaði síðan fimm höggum á holum sjö til ellefu. Hann hristi það hinsvegar af sér, paraði tólftu holuna og endaði hringinn síðan á því að fá sex fugla í röð. Örvar er einn högglengsti kylfingur landsins en hann hefur verið sveiflukenndur á mótinu en náði því að fá fjóra fugla í röð á holum þrjú til sex á fyrsta deginum. „Þetta var hreint útrúlegt og ég hef aldrei áður upplifað annað eins. Ég var á parinu eftir tíundu holu, en lék 11. holu á 3 höggum yfir pari. Ég var ekki par ánægður með það og ákvað þá að setja í annan gír og það gekk allt upp - sex fuglar í röð, á 12., 13., 14., 15., 16., 17. og 18. holu," sagði Örvar í viðtali á heimsíðu GKB. „Eftir þennan hring er það bara verðlaunasæti sem ég stefni að, það er ekki nokkur spurning. Þetta er besta skorið mitt á alvöru 18 holu velli, ég á 67 högg á Dalvíkurvelli en hann er ekkert í líkingu við þennan völl. Ég verð nú bara að segja að þessi völlur er frábær. Hann er fljótur að refsa ef maður er ekki á braut og svo spilar vindurinn líka stóra rullu þegar hann blæs. Það er líka hægt að skora vel ef maður er vel á boltanum eins og ég var á lokaholunum," sagði Örvar í viðtalinu á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti