Handbolti

Jafntefli í seinni leiknum gegn þeim norsku

Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar

Í þessum skrifuðu orðum var að ljúka seinni æfingalandsleik Íslands og norska U20 liðsins í kvennaflokki en leikið var í Mýrinni. Þegar þessi lið mættust í gær vann Noregur með tveggja marka mun.

Í dag var Ísland talsvert sterkara og lyktaði leiknum með jafntefli 29-29.

Íslenska liðið hafði þriggja marka forystu í hálfleik en jafnræði og spenna var í seinni hálfleiknum. Ísland komst yfir þegar um mínúta var eftir af leiknum en þá tók Noregur leikhlé.

Þær norsku náðu að jafna þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka og urðu lokatölurnar jafntefli 29-29.

Aðeins ellefu leikmenn voru á skýrslu hjá norska liðinu í dag vegna veikinda og meiðsla.

Markahæstar hjá Íslandi: Rakel Dögg Bragadóttir 8, Hrafnhildur Skúladóttir 7, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×