Umfjöllun: Afturelding og Grótta hafa deildaskipti Elvar Geir Magnússon í Mosfellsbæ skrifar 3. maí 2010 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða. Olís-deild karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða.
Olís-deild karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira