Leynistundirnar okkar Gerður Kristný skrifar 7. júní 2010 06:00 Eitt er það sem angrað hefur marga foreldra að undanförnu. Að ekki skuli vera hægt að láta barnaefnið í Ríkissjónvarpinu hefjast á sama tíma síðdegis eins og virðist viðtekin venja hjá „þeim þjóðum sem við helst miðum okkur við". Sex daga vikunnar hef ég þurft að fletta upp í blöðunum til að vita hvenær barnatíminn byrjar, enda engin leið fyrir meðalgáfaða konu að muna að á mánudögum hefjist hann kl. 18.00 en þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum kl. 17.30. Á fimmtudögum hefur hann síðan byrjað kl. 17.55. Sex daga vikunnar, skrifaði ég því á laugardögum er enginn síðdegisbarnatími. Ekki hef ég getað útskýrt hvers vegna í öll þau skipti sem ég hef verið innt svara. Nú horfir samt til betri vegar því í sumar eiga teiknimyndirnar sem Ríkissjónvarpið sýnir síðdegis alltaf að hefjast á sama tíma. Það er fyrirtak því þær hafa eilítið meiri þýðingu núna en það eitt að skemmta börnunum. Þær segja til um að þrátt fyrir birtuna úti fyrir sé að koma kvöld. Brátt líði að mat og notalegt sé að fara að róa sig niður eftir hasar dagsins. Það er gott að hafa hversdaginn í föstum skorðum og því fagna ég þessari breytingu. Eitt er það síðan sem ég skil ekki varðandi Ríkissjónvarpið. Hver ákvað að aðeins væri boðið upp á frumsamið íslenskt barnaefni í einn klukkutíma á viku? Kannski vegna þess að fyrir trilljón árum var ákveðið að þáttarkornið héti Stundin okkar og orðið haft í eintölu en þetta er náttúrlega bara hálfvitaleg skýring. Nú er reyndar verið að endursýna Stundina okkar frá því í vetur. Þess vegna birtist þar fyrir rúmri viku jólasveinahúfuprýddur barnakór sem söng „Hátíð fer að höndum ein" út í sumarsíðdegisbirtuna. Vitaskuld má endursýna þættina en þó án þess að jólakveðjum sé dúndrað yfir börnin í maílok. Fullorðnum yrði aldrei boðið upp á sömu vinnubrögðin. Ég vil fá fleiri íslenskar stundir í Ríkis-sjónvarpinu fyrir börn og satt best að segja eru heimatökin hæg. Ríkisútvarpið lumar nefnilega á leynivopni, sjálfu Leynifélaginu, útvarpsþætti í stjórn Kristínar Evu Þórhallsdóttur og Brynhildar Björnsdóttur. Þar eru á ferðinni hugmynda- og hæfileikaríkar konur sem kunna að koma saman skemmtilegri dagskrá fyrir börn. Hvað ef þær fengju LÍKA sína sjónvarpsstund? Mikið sem ég væri til í sjónvarpslausan júlímánuð á hverju ári ef ég fengi almennilega dagskrá hina 11 mánuðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun
Eitt er það sem angrað hefur marga foreldra að undanförnu. Að ekki skuli vera hægt að láta barnaefnið í Ríkissjónvarpinu hefjast á sama tíma síðdegis eins og virðist viðtekin venja hjá „þeim þjóðum sem við helst miðum okkur við". Sex daga vikunnar hef ég þurft að fletta upp í blöðunum til að vita hvenær barnatíminn byrjar, enda engin leið fyrir meðalgáfaða konu að muna að á mánudögum hefjist hann kl. 18.00 en þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum kl. 17.30. Á fimmtudögum hefur hann síðan byrjað kl. 17.55. Sex daga vikunnar, skrifaði ég því á laugardögum er enginn síðdegisbarnatími. Ekki hef ég getað útskýrt hvers vegna í öll þau skipti sem ég hef verið innt svara. Nú horfir samt til betri vegar því í sumar eiga teiknimyndirnar sem Ríkissjónvarpið sýnir síðdegis alltaf að hefjast á sama tíma. Það er fyrirtak því þær hafa eilítið meiri þýðingu núna en það eitt að skemmta börnunum. Þær segja til um að þrátt fyrir birtuna úti fyrir sé að koma kvöld. Brátt líði að mat og notalegt sé að fara að róa sig niður eftir hasar dagsins. Það er gott að hafa hversdaginn í föstum skorðum og því fagna ég þessari breytingu. Eitt er það síðan sem ég skil ekki varðandi Ríkissjónvarpið. Hver ákvað að aðeins væri boðið upp á frumsamið íslenskt barnaefni í einn klukkutíma á viku? Kannski vegna þess að fyrir trilljón árum var ákveðið að þáttarkornið héti Stundin okkar og orðið haft í eintölu en þetta er náttúrlega bara hálfvitaleg skýring. Nú er reyndar verið að endursýna Stundina okkar frá því í vetur. Þess vegna birtist þar fyrir rúmri viku jólasveinahúfuprýddur barnakór sem söng „Hátíð fer að höndum ein" út í sumarsíðdegisbirtuna. Vitaskuld má endursýna þættina en þó án þess að jólakveðjum sé dúndrað yfir börnin í maílok. Fullorðnum yrði aldrei boðið upp á sömu vinnubrögðin. Ég vil fá fleiri íslenskar stundir í Ríkis-sjónvarpinu fyrir börn og satt best að segja eru heimatökin hæg. Ríkisútvarpið lumar nefnilega á leynivopni, sjálfu Leynifélaginu, útvarpsþætti í stjórn Kristínar Evu Þórhallsdóttur og Brynhildar Björnsdóttur. Þar eru á ferðinni hugmynda- og hæfileikaríkar konur sem kunna að koma saman skemmtilegri dagskrá fyrir börn. Hvað ef þær fengju LÍKA sína sjónvarpsstund? Mikið sem ég væri til í sjónvarpslausan júlímánuð á hverju ári ef ég fengi almennilega dagskrá hina 11 mánuðina.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun