Handbolti

Framkonur unnu sextán marka sigur í Fylkishöllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir skoraði 10 mörk í kvöld.
Karen Knútsdóttir skoraði 10 mörk í kvöld.
Fram vann 34-18 sigur á Fylki í Fylkishöll í kvöld í fyrsta leiknum í 4. umferð N1 deildar kvenna. Fram hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið.

Fylkisliðið var taplaust fyrir leikinn í kvöld en átti ekki möguleika á móti sterku Framliði í kvöld. Fram var 17-11 yfir í hálfleik.

Karen Knútsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru áfram í aðalhlutverki eins og í byrjun móts, Karen skoraði 10 mörk og Stella var með 7 mörk. Þær hafa skorað saman 70 mörk í fyrstu fjórum leikjunum.



Fylkir-Fram 18-34 (11-17)

Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 6, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Áslaug Gunnarsdóttir 2, Sunna María Einarsdóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Stella Sigurðardóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Anna María Guðmundsdottir 2, Marthe Sördal 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Pavla Nevarilova 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×