Umfjöllun: Valur lagði baráttuglaðar Blikastelpur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2010 21:09 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira