Unnusta Hannesar: Játning Gunnars gríðarlegt áfall 6. september 2010 06:00 Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað morðvopnsins í smábátahöfn Hafnafjarðar síðan morðinginn játaði glæpinn. fréttablaðið/arnþór „Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira