Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann.
Búið er að kalla út alla sleða-og snjóbílaflokka björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og allar sveitir á Suðurlandi og eru nú um 150 manns á leið á jökulinn til leitar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf fór á staðinn en aðstæður eru erfiðar, éljagangur á jökli og vindur er 12-15 m/sek og fer upp í 20 m/sek í hviðum. Búist er við að veður fari versnandi þegar líður á kvöldið að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.