Golf

Tinna: Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta heppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tinna Jóhannsdóttir.
Tinna Jóhannsdóttir. Mynd/Stefán
„Þetta var svolítið spennandi á lokaholunum en það var bara gaman," sagði Tinna Jóhannsdóttir eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn hennar var í höfn en hún var þá í viðtali við Pál Ketilsson í beinni útsendingu sjónvarpsins. Íslandsmótið í höggleik fór í Kiðjaberginu og lauk í kvöld.

Tinna átti frábært golfhögg inn á átjándu flöt eftir að hafa misst niður tveggja högga forskot á 17. holunni.

„Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta heppni en kúlan sneiddi framhjá sandgryfjunni og inn á grínunni. Það var frábært og bara gaman að því," sagði Tinna sem fékk fugl á lokaholunni og vann með tveggja högga mun.

„Fyrstu tveir dagarnir voru ekkert frábærir en þetta kom allt hjá mér," sagði Tinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×