Íslandsmót í einstakri náttúrufegurð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 08:30 Undirritaður og Hlynur, vallarmet í höfn. Stefán Garðarsson Mánudaginn síðasta hélt Golfsamband Íslands, GSÍ, svokallað Pro/Am-golfmót en þar fá „venjulegir" kylfingar tækifæri til þess að spila með þeim bestu á sjálfum Íslandsmótsvellinum. Undirritaður fékk sér bíltúr í sumarbústaðalandið góða í Grímsnesi og lék hringinn ásamt afrekskylfingnum Hlyni Geir Hjartarsyni og bræðrunum Þorsteini og Daða Guðjónssonum frá Úrvali Útsýn. Aðstæður í Kiðjabergi voru stórkostlegar. Völlurinn í frábæru standi, náttúrufegurðin mögnuð og hitastig yfir 20 gráður. Þetta verða reyndar ekki þær aðstæður sem kylfingar munu þurfa að glíma við um helgina enda blíðunni að ljúka á Suðurlandi og mega kylfingar búast við rigningu og einhverjum vindi. „Það er nú ekki veðrið sem ég var að vonast eftir," sagði Hlynur Geir sem er frá Selfossi en leikur fyrir Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði. Hlynur hefur verið duglegur að spila í Kiðjabergi í sumar enda stutt að fara frá Selfossi. Hann er búinn að kortleggja völlinn í bak og fyrir og mætir vel undirbúinn til leiks. Hann er með sigurstranglegri mönnum enda leikið afar vel í sumar og er efstur á Eimskipsmótaröðinni. Það var létt yfir hollinu okkar og allir í góðu skapi að gantast. Hlynur þó ívið alvarlegri en hinir enda að æfa sig fyrir mót ársins. Það vakti athygli undirritaðs að Hlynur límdi einhvers konar teip á pútterinn sinn áður en við lögðum af stað. „Ég þarf að þyngja hann. Ég lét stytta hann og því fór smá þyngd úr honum," sagði Hlynur en blaðamaður svaraði því til að hann hefði betur sleppt þessu veseni og keypt sér barnapútter. Það hæfði betur mönnum í hans hæðarflokki. Hlynur tók því skoti vel. Hlynur er sjálfur mikill húmoristi og kann að svara fyrir sig. Það fékk blaðamaður að reyna er hann ætlaði að taka upp pútterinn á 2. flöt og pútterinn var hvergi sjáanlegur. Ég trúði því hreinlega ekki að ég hefði gleymt honum á 1. flötinni. Var ekki hálfur að nenna því að keyra til baka, flækjast fyrir hollinu á eftir og hægja á allri umferð. Ég leitaði og leitaði í pokanum líkt og ég væri blindur. Ég var orðinn örvæntingarfullur er Hlynur sagði mér að taka húfuna af þrjú trénu mínu. Ég öskraði á hann að ég væri ekki svo mikið fífl að setja pútterinn þar undir. Var ekki að kveikja á neinu. Hann sagði mér samt að gera það og eftir nokkrar fortölur lét ég tilleiðast og viti menn. Þar var hann falinn. „Ég var að spá í að láta þig keyra alla leið til baka. Það hefði verið fyndið," sagði Hlynur með skítaglott á andlitinu á meðan undirritaður íhugaði að kasta pútternum í hann. Þorsteinn og Daði hreinlega táruðust af hlátri. Ég viðurkenni það að ég var tekinn þarna. Þetta var vont. Það er magnað að fylgjast með okkar bestu kylfingum spila golf. Þetta er nánast önnur íþrótt. Á meðan meðalmaðurinn berst við að komast upp að flöt slær Hlynur um 300 metra upphafshögg sem lenda öll inni á braut. Þetta gerir hann eins og að drekka vatn. Golf er ótrúlega einföld íþrótt er maður horfir á þá bestu spila. Erfiðustu brautir vallarins að mati Hlyns eru 2. og 15. brautin. „Hér ráðast Íslandsmót, drengir," sagði Hlynur áður en minni spámennirnir tóku upphafshögg á 15. brautinni. Afar uppörvandi eða hitt þó heldur. Afrekskylfingurinn tók allt hollið á taugum enda slógum við allir út fyrir braut og langleiðina að Hvítá. Fimmtánda brautin er ákaflega erfið og Hlynur gæti reynst sannspár þarna. Brautin er mjög þröng og þeir sem fara út fyrir eru í afar vondum málum. Þarf vart að taka fram að Hlynur var að sjálfsögðu á braut ólíkt okkur hinum. Hringurinn var æði skrautlegur hjá okkur áhugamönnunum og sem betur fer þurfti ekki að skila inn skorkorti heldur giltu tvö bestu skorin á hverja holu. Hlynur lék aftur á móti eins og engill og skilaði skori upp á 72 högg sem er nýtt vallarmet. Verður áhugavert að sjá hvort hann fylgir því eftir næstu daga en búast má við honum í harðri toppbaráttu ásamt mörgum öðrum enda eigum við Íslendingar orðið marga góða kylfinga. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mánudaginn síðasta hélt Golfsamband Íslands, GSÍ, svokallað Pro/Am-golfmót en þar fá „venjulegir" kylfingar tækifæri til þess að spila með þeim bestu á sjálfum Íslandsmótsvellinum. Undirritaður fékk sér bíltúr í sumarbústaðalandið góða í Grímsnesi og lék hringinn ásamt afrekskylfingnum Hlyni Geir Hjartarsyni og bræðrunum Þorsteini og Daða Guðjónssonum frá Úrvali Útsýn. Aðstæður í Kiðjabergi voru stórkostlegar. Völlurinn í frábæru standi, náttúrufegurðin mögnuð og hitastig yfir 20 gráður. Þetta verða reyndar ekki þær aðstæður sem kylfingar munu þurfa að glíma við um helgina enda blíðunni að ljúka á Suðurlandi og mega kylfingar búast við rigningu og einhverjum vindi. „Það er nú ekki veðrið sem ég var að vonast eftir," sagði Hlynur Geir sem er frá Selfossi en leikur fyrir Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði. Hlynur hefur verið duglegur að spila í Kiðjabergi í sumar enda stutt að fara frá Selfossi. Hann er búinn að kortleggja völlinn í bak og fyrir og mætir vel undirbúinn til leiks. Hann er með sigurstranglegri mönnum enda leikið afar vel í sumar og er efstur á Eimskipsmótaröðinni. Það var létt yfir hollinu okkar og allir í góðu skapi að gantast. Hlynur þó ívið alvarlegri en hinir enda að æfa sig fyrir mót ársins. Það vakti athygli undirritaðs að Hlynur límdi einhvers konar teip á pútterinn sinn áður en við lögðum af stað. „Ég þarf að þyngja hann. Ég lét stytta hann og því fór smá þyngd úr honum," sagði Hlynur en blaðamaður svaraði því til að hann hefði betur sleppt þessu veseni og keypt sér barnapútter. Það hæfði betur mönnum í hans hæðarflokki. Hlynur tók því skoti vel. Hlynur er sjálfur mikill húmoristi og kann að svara fyrir sig. Það fékk blaðamaður að reyna er hann ætlaði að taka upp pútterinn á 2. flöt og pútterinn var hvergi sjáanlegur. Ég trúði því hreinlega ekki að ég hefði gleymt honum á 1. flötinni. Var ekki hálfur að nenna því að keyra til baka, flækjast fyrir hollinu á eftir og hægja á allri umferð. Ég leitaði og leitaði í pokanum líkt og ég væri blindur. Ég var orðinn örvæntingarfullur er Hlynur sagði mér að taka húfuna af þrjú trénu mínu. Ég öskraði á hann að ég væri ekki svo mikið fífl að setja pútterinn þar undir. Var ekki að kveikja á neinu. Hann sagði mér samt að gera það og eftir nokkrar fortölur lét ég tilleiðast og viti menn. Þar var hann falinn. „Ég var að spá í að láta þig keyra alla leið til baka. Það hefði verið fyndið," sagði Hlynur með skítaglott á andlitinu á meðan undirritaður íhugaði að kasta pútternum í hann. Þorsteinn og Daði hreinlega táruðust af hlátri. Ég viðurkenni það að ég var tekinn þarna. Þetta var vont. Það er magnað að fylgjast með okkar bestu kylfingum spila golf. Þetta er nánast önnur íþrótt. Á meðan meðalmaðurinn berst við að komast upp að flöt slær Hlynur um 300 metra upphafshögg sem lenda öll inni á braut. Þetta gerir hann eins og að drekka vatn. Golf er ótrúlega einföld íþrótt er maður horfir á þá bestu spila. Erfiðustu brautir vallarins að mati Hlyns eru 2. og 15. brautin. „Hér ráðast Íslandsmót, drengir," sagði Hlynur áður en minni spámennirnir tóku upphafshögg á 15. brautinni. Afar uppörvandi eða hitt þó heldur. Afrekskylfingurinn tók allt hollið á taugum enda slógum við allir út fyrir braut og langleiðina að Hvítá. Fimmtánda brautin er ákaflega erfið og Hlynur gæti reynst sannspár þarna. Brautin er mjög þröng og þeir sem fara út fyrir eru í afar vondum málum. Þarf vart að taka fram að Hlynur var að sjálfsögðu á braut ólíkt okkur hinum. Hringurinn var æði skrautlegur hjá okkur áhugamönnunum og sem betur fer þurfti ekki að skila inn skorkorti heldur giltu tvö bestu skorin á hverja holu. Hlynur lék aftur á móti eins og engill og skilaði skori upp á 72 högg sem er nýtt vallarmet. Verður áhugavert að sjá hvort hann fylgir því eftir næstu daga en búast má við honum í harðri toppbaráttu ásamt mörgum öðrum enda eigum við Íslendingar orðið marga góða kylfinga.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira