Virði orðsporsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. febrúar 2010 06:00 Í nýliðnum mánuði skrifaði Risto Penttilä, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Finnlands (EVA) og þingmaður á Evrópuþinginu, lesendabréf í Financial Times sem beint var sérstaklega til okkar, Íslendinga. Skrifin eru í fullri vinsemd og byggja á reynslu Finna. Risto samhryggist Íslendingum að vera í þeirri stöðu að þurfa í þjóðaratkvæðagreiðslu að gera upp á milli slæmra kosta, en kveðst um leið ekki ætla að bætast í hóp þeirra sem ítreka alvarlegar afleiðingar þess að borga ekki, alþjóðlega einangrun, gífurlegan lántökukostnað, vantraust og útskúfun alþjóðasamfélagsins. „Hefur einhver bent ykkur á hvað gæti unnist með því að segja: „Já, við borgum, hvað sem það kostar. Við borgum jafnvel þótt það hafi verið bankamenn okkar sem komu okkur í kreppu. Jafnvel þótt vinir okkar í Evrópu hafi brugðist þegar við þörfnuðumst þeirra mest. Jafnvel þótt þeir hafi notað lög sem ætluð voru gegn hryðjuverkum til að fást við borðleggjandi gjaldþrotamál"? Hefur einhver reynt að gera það?" spyr Risto Penttilä. Hann bendir á að Finnland hafi verið eina landið sem endurgreiddi Bandaríkjunum skuldir sem urðu til í Fyrri heimsstyrjöldinni, þrátt fyrir miklar raunir í kjölfar borgarastyrjaldar sem kostaði tugþúsundir lífið og nýfengins sjálfstæðis 1917 sem varð til þess að Rússar hættu að kaupa timbur af Finnum. Finnar reiddu sig á timbrið líkt og Íslendingar á fisk. „Samt héldum við áfram að borga af lánum okkar. Væntanlega vorum við dálítið vitlaus, eða enginn sagði okkur að aðrar þjóðir hefðu einfaldlega hætt að borga. En við höfðum skrifað undir samning og héldum því áfram að borga." Þjóðir heims sýndu Finnum stuðning í Vetrarstríðinu 1939 þegar Stalín réðst inn í landið, þótt ekki hafi komið til hernaðarstuðnings. Og þrátt fyrir að hafa stutt nasista gegn sameiginlegum óvini í austri þá bauðst Finnlandi betri friðarsamningur en flestir höfðu búist við. Risto lýsir því svo hvernig Finnar stóðu á ný frammi fyrir kreppu fimmtíu árum síðar þegar fall Sovétblokkarinnar þurrkaði út fimmtung af utanríkisviðskiptum landsins. „Bankakerfið hrundi og atvinnuleysi nálgaðist 20 prósent. Ríkisstjórnin var ekki viss um að bankar myndu halda áfram að lána peninga til Finnlands, en samt gerðu þeir það. Af hverju? Vegna þess að Finnland var eina landið sem greitt hafði skuldir sínar úr heimsstyrjöldinni fyrri. Vegna þess að Finnland hafði aldrei hlaupið frá skuldbindingum sínum." Í grein sinni bendir Risto Penttilä okkur á að hægt sé að endurgreiða gífurlegar skuldir, jafnvel þótt þær virðist í fyrstu óyfirstíganlegar. Erfið staða neyddi Finna til að leita nýrra markaða og tækifæra með góðum árangri. Hinn lærdómurinn er að í erfiðri stöðu þarfnist lönd vina og þá sé auðveldara að finna ef orðsporið er gott. Ísland er ekki fyrsta Evrópuþjóðin til að ganga í gegn um þrengingar. Bæði Svíar og Finnar hafa upplifað hrun bankakerfis og það fyrir skömmu, á tíunda áratug síðustu aldar. Óskandi væri að við bærum gæfu til að læra af reynslu frænda okkar og leggðum við hlustir þegar við fáum frá þeim hollráð. Risto Penttilä bendir réttilega á að heilindi skipti meira máli en skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun
Í nýliðnum mánuði skrifaði Risto Penttilä, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Finnlands (EVA) og þingmaður á Evrópuþinginu, lesendabréf í Financial Times sem beint var sérstaklega til okkar, Íslendinga. Skrifin eru í fullri vinsemd og byggja á reynslu Finna. Risto samhryggist Íslendingum að vera í þeirri stöðu að þurfa í þjóðaratkvæðagreiðslu að gera upp á milli slæmra kosta, en kveðst um leið ekki ætla að bætast í hóp þeirra sem ítreka alvarlegar afleiðingar þess að borga ekki, alþjóðlega einangrun, gífurlegan lántökukostnað, vantraust og útskúfun alþjóðasamfélagsins. „Hefur einhver bent ykkur á hvað gæti unnist með því að segja: „Já, við borgum, hvað sem það kostar. Við borgum jafnvel þótt það hafi verið bankamenn okkar sem komu okkur í kreppu. Jafnvel þótt vinir okkar í Evrópu hafi brugðist þegar við þörfnuðumst þeirra mest. Jafnvel þótt þeir hafi notað lög sem ætluð voru gegn hryðjuverkum til að fást við borðleggjandi gjaldþrotamál"? Hefur einhver reynt að gera það?" spyr Risto Penttilä. Hann bendir á að Finnland hafi verið eina landið sem endurgreiddi Bandaríkjunum skuldir sem urðu til í Fyrri heimsstyrjöldinni, þrátt fyrir miklar raunir í kjölfar borgarastyrjaldar sem kostaði tugþúsundir lífið og nýfengins sjálfstæðis 1917 sem varð til þess að Rússar hættu að kaupa timbur af Finnum. Finnar reiddu sig á timbrið líkt og Íslendingar á fisk. „Samt héldum við áfram að borga af lánum okkar. Væntanlega vorum við dálítið vitlaus, eða enginn sagði okkur að aðrar þjóðir hefðu einfaldlega hætt að borga. En við höfðum skrifað undir samning og héldum því áfram að borga." Þjóðir heims sýndu Finnum stuðning í Vetrarstríðinu 1939 þegar Stalín réðst inn í landið, þótt ekki hafi komið til hernaðarstuðnings. Og þrátt fyrir að hafa stutt nasista gegn sameiginlegum óvini í austri þá bauðst Finnlandi betri friðarsamningur en flestir höfðu búist við. Risto lýsir því svo hvernig Finnar stóðu á ný frammi fyrir kreppu fimmtíu árum síðar þegar fall Sovétblokkarinnar þurrkaði út fimmtung af utanríkisviðskiptum landsins. „Bankakerfið hrundi og atvinnuleysi nálgaðist 20 prósent. Ríkisstjórnin var ekki viss um að bankar myndu halda áfram að lána peninga til Finnlands, en samt gerðu þeir það. Af hverju? Vegna þess að Finnland var eina landið sem greitt hafði skuldir sínar úr heimsstyrjöldinni fyrri. Vegna þess að Finnland hafði aldrei hlaupið frá skuldbindingum sínum." Í grein sinni bendir Risto Penttilä okkur á að hægt sé að endurgreiða gífurlegar skuldir, jafnvel þótt þær virðist í fyrstu óyfirstíganlegar. Erfið staða neyddi Finna til að leita nýrra markaða og tækifæra með góðum árangri. Hinn lærdómurinn er að í erfiðri stöðu þarfnist lönd vina og þá sé auðveldara að finna ef orðsporið er gott. Ísland er ekki fyrsta Evrópuþjóðin til að ganga í gegn um þrengingar. Bæði Svíar og Finnar hafa upplifað hrun bankakerfis og það fyrir skömmu, á tíunda áratug síðustu aldar. Óskandi væri að við bærum gæfu til að læra af reynslu frænda okkar og leggðum við hlustir þegar við fáum frá þeim hollráð. Risto Penttilä bendir réttilega á að heilindi skipti meira máli en skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.