Gengislánaskuldari stal bíl af Lýsingu Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. júlí 2010 18:19 Gengislánaskuldari kveðst hafa farið inn á geymslusvæði Lýsingar í nótt og dregið þaðan bíl - til tryggingar endurgreiðslu frá Lýsingu. Hann gefur Glitni 7 daga frest til að veita sér tryggingu fyrir endurgreiðslu og segist ekki ætla að láta það líðast að níðst verði á verkalýðnum til að bjarga fjármálageiranum úr kreppunni. Maðurinn vildi ekki segja til nafns þegar við ræddum við hann síðdegis. Maðurinn kveðst hafa í sinni vörslu tæki frá SP fjármögnun , auk bílsins sem hann hafi tekið frá Lýsingu í nótt. SP Fjármögnun segir engin tæki hafa horfið frá sínu geymslusvæði. Ekki náðist í forstjóra eða framkvæmdastjóra Lýsingar, til að staðfesta frásögn mannsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Maðurinn segist einnig hafa verið í viðskiptum við Glitni - og hótar því að taka einnig tæki frá bankanum fái hann ekki tryggingu fyrir endurgreiðslu innan sjö daga. En af hverju vill hann ekki bíða endanlega niðurstöðu dómstóla sem vænta má snemma í haust? „Ég er ekki að stela af Lýsingu frekar en Lýsing stal af mér. Ég er að beita sömu aðferðum og þeir beittu á mig. Þeir töldu mig skulda sér fé og tóku hluti frá mér. Nú svara ég í sömu mynt." Maðurinn telur fjármögnunarfyrirtækin þrjú, Lýsingu, SP fjármögnun og Glitni, skulda sér samtals um 5 milljónir. „Það varð hrun og má alþýðan ekki standa á sínum rétti. Hve lengi eiga þessi fyrirtæki að fá að halda áfram að níðast á verkalýðnum og stela af alþýðunni. Ég ætla ekki að gefa þeim meiri frest." Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Gengislánaskuldari kveðst hafa farið inn á geymslusvæði Lýsingar í nótt og dregið þaðan bíl - til tryggingar endurgreiðslu frá Lýsingu. Hann gefur Glitni 7 daga frest til að veita sér tryggingu fyrir endurgreiðslu og segist ekki ætla að láta það líðast að níðst verði á verkalýðnum til að bjarga fjármálageiranum úr kreppunni. Maðurinn vildi ekki segja til nafns þegar við ræddum við hann síðdegis. Maðurinn kveðst hafa í sinni vörslu tæki frá SP fjármögnun , auk bílsins sem hann hafi tekið frá Lýsingu í nótt. SP Fjármögnun segir engin tæki hafa horfið frá sínu geymslusvæði. Ekki náðist í forstjóra eða framkvæmdastjóra Lýsingar, til að staðfesta frásögn mannsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Maðurinn segist einnig hafa verið í viðskiptum við Glitni - og hótar því að taka einnig tæki frá bankanum fái hann ekki tryggingu fyrir endurgreiðslu innan sjö daga. En af hverju vill hann ekki bíða endanlega niðurstöðu dómstóla sem vænta má snemma í haust? „Ég er ekki að stela af Lýsingu frekar en Lýsing stal af mér. Ég er að beita sömu aðferðum og þeir beittu á mig. Þeir töldu mig skulda sér fé og tóku hluti frá mér. Nú svara ég í sömu mynt." Maðurinn telur fjármögnunarfyrirtækin þrjú, Lýsingu, SP fjármögnun og Glitni, skulda sér samtals um 5 milljónir. „Það varð hrun og má alþýðan ekki standa á sínum rétti. Hve lengi eiga þessi fyrirtæki að fá að halda áfram að níðast á verkalýðnum og stela af alþýðunni. Ég ætla ekki að gefa þeim meiri frest."
Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira