Hannes reyndi að verjast árásinni 20. ágúst 2010 14:05 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild, og Björgvin Björgvinsson rannsóknarlögreglumaður. Mynd/ Anton. Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira