Handbolti

Framkonur unnu annan 27 marka sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella Sigurðardóttir.
Stella Sigurðardóttir.
Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna með 27 marka sigri á HK, 41-14, í Digranesi í lokaleik 2. umferðar í kvöld. Framliðið er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu með 27 marka mun því liðið vann 38-11 sigur á Haukum í fyrstu umferð.

Stella Sigurðardóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram og Karen Knúrsdóttir var með 9 mörk. Stella skoraði 10 mörk í fyrsta leiknum og er því með 11 mörk að meðaltali í fyrstu tveimur umferðunum.

Fjögur lið í N1 deild kvenna hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en auk Fram eru það lið Vals, Fylkis og Stjörnunnar.

HK-Fram 14-41 (4-17)

Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 5, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Tatjana Zukowska 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1, Elísa Ósk Viðarsdóttir 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1.

Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 12, Karen Knútsdóttir 9, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgerisdóttir 3, Pavla Nevarilova 3, Anna María Guðmundsdóttir 1, Marthe Sördal 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×