Lúkasjenkó sakaður um kosningasvindl 21. desember 2010 01:00 Við fangelsismúrana Ættingjar og vinir reyndu að fá fréttir af hinum handteknu í gær.nordicphotos/AFP Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“ Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“
Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira