Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum 18. ágúst 2010 06:00 Álftanes er á meðal skuldsettustu sveitarfélaga landsins. MYND/Stefán Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj
Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira