Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum 18. ágúst 2010 06:00 Álftanes er á meðal skuldsettustu sveitarfélaga landsins. MYND/Stefán Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj
Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira