Hollt og gott léttbúst Vera Einarsdóttir skrifar 23. október 2010 07:00 Arnaldur Birgir þróaði Boot Camp-kerfið í samvinnu við Róbert Traustason og nú hafa þeir félagar gefið út bók. Mynd/GVA Arnaldur Birgir Konráðsson hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið. „Ég legg þó aðaláherslu á fjölbreytni bæði fyrir sjálfan mig og viðskiptavini mína. Þeim sem hugsa mikið um heilsuna hættir hins vegar oft til að fara að borða einhæfan mat en þá eykst hættan á að þeir fari á mis við ýmis mikilvæg næringarefni. Ég reyni því að borða úr öllum fæðuflokkum og borða til dæmis mikið af kjúklingi, fiski og ávöxtum." Arnaldur hefur þróað Boot Camp-kerfið í samstarfi við Róbert Traustason, meðeiganda sinn, og aðra þjálfara Boot Camp síðustu sex ár og nú er svo komið að þeir félagar hafa gefið út bókina Boot Camp-Hámarksárangur. Hvatann að Boot Camp-kerfinu segir Arnaldur hafa verið þörf fyrir nýtt og harðara líkamsræktarkerfi. „Við leggjum engu að síður áherslu á fjölbreytni og skemmtilegar æfingar auk þess sem við gerum mikið út á liðsanda og hópefli. Þá er hægt að laga kerfið að allra þörfum en í bókinni erum við með fjögur kerfi; fyrir byrjendur, almennt kerfi, kerfi fyrir íþróttafólk og kerfi fyrir lengra komna. Arnaldur gefur uppskrift að léttum skyrdrykk sem hann segir holla og góða máltíð hvenær dagsins sem er.Léttbúst Hráefni4-5 klakar200 g vanilluskyr1-2 msk. kókos2-3 msk. múslí½ banani og/eða pera2 msk. prótínduft. Bragðlaust eða með vanillu.Aðferð Allt sett í blandara og hellt í glas. Þeir sem þola mjólkurvörur illa geta sleppt skyrinu og notað eingöngu prótínduft. Boozt Dögurður Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Arnaldur Birgir Konráðsson hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið. „Ég legg þó aðaláherslu á fjölbreytni bæði fyrir sjálfan mig og viðskiptavini mína. Þeim sem hugsa mikið um heilsuna hættir hins vegar oft til að fara að borða einhæfan mat en þá eykst hættan á að þeir fari á mis við ýmis mikilvæg næringarefni. Ég reyni því að borða úr öllum fæðuflokkum og borða til dæmis mikið af kjúklingi, fiski og ávöxtum." Arnaldur hefur þróað Boot Camp-kerfið í samstarfi við Róbert Traustason, meðeiganda sinn, og aðra þjálfara Boot Camp síðustu sex ár og nú er svo komið að þeir félagar hafa gefið út bókina Boot Camp-Hámarksárangur. Hvatann að Boot Camp-kerfinu segir Arnaldur hafa verið þörf fyrir nýtt og harðara líkamsræktarkerfi. „Við leggjum engu að síður áherslu á fjölbreytni og skemmtilegar æfingar auk þess sem við gerum mikið út á liðsanda og hópefli. Þá er hægt að laga kerfið að allra þörfum en í bókinni erum við með fjögur kerfi; fyrir byrjendur, almennt kerfi, kerfi fyrir íþróttafólk og kerfi fyrir lengra komna. Arnaldur gefur uppskrift að léttum skyrdrykk sem hann segir holla og góða máltíð hvenær dagsins sem er.Léttbúst Hráefni4-5 klakar200 g vanilluskyr1-2 msk. kókos2-3 msk. múslí½ banani og/eða pera2 msk. prótínduft. Bragðlaust eða með vanillu.Aðferð Allt sett í blandara og hellt í glas. Þeir sem þola mjólkurvörur illa geta sleppt skyrinu og notað eingöngu prótínduft.
Boozt Dögurður Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið