Þrír framandi eftirréttir: Bollywood-döðlur, vitringahringur og palestínskar smákökur 30. nóvember 2010 06:00 "Þetta er arabískur réttur sem ég útfæri á minn hátt,“ segir Yesmine en nýlega gaf hún út mynddisk sem hefur að geyma fjölda uppskrifta. Sérrífrómas með súkkulaði, möndlugrautur, heimagerður ís og aðrir sígildir eftirréttir standa sannarlega alltaf fyrir sínu um jólin. Arabískt konfekt, palestínskar smákökur eða katalónskar kræsingar gefa þeim þó ekkert eftir og gæti verið tilvalið að prófa fyrir þá sem vilja breyta út af vananum. Fréttablaðið sótti heim þrjá matgæðinga af erlendum uppruna sem hafa tekið ástfóstri við land og þjóð og fékk þá til að veita innsýn í eigin matarmenningu með uppskriftum að ljúffengum eftirréttum. Indland Yesmine Olsen gefur uppskrift að eftirrétt sem hún kallar Bollywood-döðlur og er að finna í nýrri bók hennar, Framandi og freistandi 3. „Þetta eru í raun upphaflega arabískur dessert, döðlur sem möndlur eru settar í og dýft ofan í súkkualaði. Ég breytti þeim þó aðeins með því að bæta vanillu chai tei út í súkkulaðið. Svo er mikilvægt að skreyta almennilega í lokin." Bollywood-döðlur með Masala Chai 20 ferskar döðlur, fjarlægið steinana (Färska dadlar frá Famouse) 20 möndlur, afhýddar 200 g suðusúkkulaði (70 prósent) 3 kardimommur 2 negulnaglar hnífsoddur af kanil ½ vanillustöng eða hnífsoddur af vanillusykri 1 tsk. hrásykur Má skreyta á ýmsan veg. Flott kökuskraut fæst í Tiger-búðunum, en eins má nota fínt skorin þurrkuð trönuber, þurrkaðar apríkósur eða pistasíuhnetur. Litir skipta hér öllu máli. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Takið steina úr döðlum og setjið möndlur í staðinn. Skerið vanillustöng eftir endilöngu og raspið að innan með hníf eða skeið. Setjið allt krydd og sykur í mortél og blandið vel. Setjið hnífsodd af kryddblöndu út í súkkulaði og smakkið til. Bætið döðlum í og þekið með súkkulaði. Takið eina og eina döðlu upp úr súkkulaði með skeið og látið renna aðeins af þeim, leggið á bökunarpappír og skreytið. Upplagt að bera fram með mangó sorbet eða ís. Maite Bellés. Katalónía „Þessi kaka, svokallaður tortell de reis eða vitringahringur, er borðuð í Katalóníu hinn 6. janúar til að halda upp á heimsókn vitringanna frá Austurlöndum til Jesúbarnsins í Betlehem. Með stjörnuna að leiðarljósi vottuðu þeir Jesúbarninu virðingu sína og færðu því gull, reykelsi og myrru. Þess vegna er venjan innan kaþólsku kirkjunnar að gefa börnunum jólagjafirnar á þessum degi," segir Maite Bellés frá Katalóníu. Vitringahringur Deig 1 100 g hveiti 1 dl volg mjólk 45 g pressuger Deig 2 180 g sykur rifinn börkur af 1 sítrónu 1 dl mjólk 80 g smjör (við stofuhita) 3 lítil egg 600 g hveiti 6 g salt Fylling Rjómi eða krem Skreytingar 50 g ristaðar furuhnetur 100 g þurrkuð ávaxtablanda 12 blönduð kokkteilber 1 egg eða eggjahvíta til að pensla Hrærið saman hveiti, mjólk og pressuger (deig 1) í skál, hyljið með eldhúsþurrku og látið standa í hálftíma. Setjið sykur, sítrónubörk, mjólk, smjör, egg og þriðja partinn af hveiti (deig 2) í aðra skál; hrærið vel í hrærivél og bætið síðan við deigi 1 og afgangi af hveiti og hrærið áfram í 10 mín. Hyljið skál með eldhúsþurrku og látið standa í 2 klst. við 35°C. Fóðrið 26 cm kringlótt form með smjörpappír. Til að ná réttu kórónuformi setjið hringlaga form í miðju, með smjörpappír. Setjið hveiti á borð og hnoðið deig í 1 mín. Dreifið úr hluta af deigi í 26 cm form, penslið með eggi og látið standa í 2 klst. við 35°C. Eftir það hefur deig tvöfaldast og er þá tekið úr ofni (en afgangur af deigi dugar í 20 cm hring). Aukið nú hita í 180°C. Penslið aftur með eggi og skreytið. Setjið aftur í ofn í 25 mín. Takið þá út og látið kólna. Skerið í sundur og komið fyllingu fyrir. Stærri hring má fylla með kremi og þann minni með rjóma. Faraj Shwaiki Al Amir. Palestína Faraj Shwaiki Al Amir hefur verið búsettur á Íslandi um margra ára skeið en er fæddur og uppalinn í Palestínu. Hann segir kristna þar í landi fagna jólunum með svipuðu móti og hérlendis þótt minna sé um gjafastand og skraut. „Þegar ég fluttist til landsins árið 1989 kom allt jólaskrautið mér svolítið á óvart en mér þótti það samstundis mjög glaðlegt og skemmtilegt." Palestínskar smákökur (Mutabak) Deig 1 kg hveiti 3 bollar volgt vatn ¼ tsk. salt 2 bollar smjör eða ólífuolía 1 bolli matarolía Fylling 2 bollar saxaðar pekanhnetur 1 tsk. kanill ½ bolli sykur Sykurvatn 2 bollar sykur 1 bolli vatn ½ tsk. sítrónudropar Látið sjóða í 5 mínútur og bætið sítrónudropum við og látið sjóða í 10 mínútur. Setjið hveiti, vatn, matarolíu og salt í skál og hrærið. Látið deig lyftast í nokkra tíma. Gerið kúlur, u.þ.b. 200 g hver, og dýfið ofan í smjör í smá stund. Notið smjör í að fletja deig mjög þunnt út. Setjið fyllingu í endann og rúllið deigi upp og penslið alltaf á milli með smjöri. Rúllið lengju í snúð. Bakið í 10-15 mín. við 200°C. Hellið sykurvatni yfir kökur þegar þær koma úr ofni. Uppskrift miðast við að deig sé keypt tilbúið til að spara tíma. Það kallast Filodegsplatter og fæst til dæmis í Fjarðarkaupum. Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Sérrífrómas með súkkulaði, möndlugrautur, heimagerður ís og aðrir sígildir eftirréttir standa sannarlega alltaf fyrir sínu um jólin. Arabískt konfekt, palestínskar smákökur eða katalónskar kræsingar gefa þeim þó ekkert eftir og gæti verið tilvalið að prófa fyrir þá sem vilja breyta út af vananum. Fréttablaðið sótti heim þrjá matgæðinga af erlendum uppruna sem hafa tekið ástfóstri við land og þjóð og fékk þá til að veita innsýn í eigin matarmenningu með uppskriftum að ljúffengum eftirréttum. Indland Yesmine Olsen gefur uppskrift að eftirrétt sem hún kallar Bollywood-döðlur og er að finna í nýrri bók hennar, Framandi og freistandi 3. „Þetta eru í raun upphaflega arabískur dessert, döðlur sem möndlur eru settar í og dýft ofan í súkkualaði. Ég breytti þeim þó aðeins með því að bæta vanillu chai tei út í súkkulaðið. Svo er mikilvægt að skreyta almennilega í lokin." Bollywood-döðlur með Masala Chai 20 ferskar döðlur, fjarlægið steinana (Färska dadlar frá Famouse) 20 möndlur, afhýddar 200 g suðusúkkulaði (70 prósent) 3 kardimommur 2 negulnaglar hnífsoddur af kanil ½ vanillustöng eða hnífsoddur af vanillusykri 1 tsk. hrásykur Má skreyta á ýmsan veg. Flott kökuskraut fæst í Tiger-búðunum, en eins má nota fínt skorin þurrkuð trönuber, þurrkaðar apríkósur eða pistasíuhnetur. Litir skipta hér öllu máli. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Takið steina úr döðlum og setjið möndlur í staðinn. Skerið vanillustöng eftir endilöngu og raspið að innan með hníf eða skeið. Setjið allt krydd og sykur í mortél og blandið vel. Setjið hnífsodd af kryddblöndu út í súkkulaði og smakkið til. Bætið döðlum í og þekið með súkkulaði. Takið eina og eina döðlu upp úr súkkulaði með skeið og látið renna aðeins af þeim, leggið á bökunarpappír og skreytið. Upplagt að bera fram með mangó sorbet eða ís. Maite Bellés. Katalónía „Þessi kaka, svokallaður tortell de reis eða vitringahringur, er borðuð í Katalóníu hinn 6. janúar til að halda upp á heimsókn vitringanna frá Austurlöndum til Jesúbarnsins í Betlehem. Með stjörnuna að leiðarljósi vottuðu þeir Jesúbarninu virðingu sína og færðu því gull, reykelsi og myrru. Þess vegna er venjan innan kaþólsku kirkjunnar að gefa börnunum jólagjafirnar á þessum degi," segir Maite Bellés frá Katalóníu. Vitringahringur Deig 1 100 g hveiti 1 dl volg mjólk 45 g pressuger Deig 2 180 g sykur rifinn börkur af 1 sítrónu 1 dl mjólk 80 g smjör (við stofuhita) 3 lítil egg 600 g hveiti 6 g salt Fylling Rjómi eða krem Skreytingar 50 g ristaðar furuhnetur 100 g þurrkuð ávaxtablanda 12 blönduð kokkteilber 1 egg eða eggjahvíta til að pensla Hrærið saman hveiti, mjólk og pressuger (deig 1) í skál, hyljið með eldhúsþurrku og látið standa í hálftíma. Setjið sykur, sítrónubörk, mjólk, smjör, egg og þriðja partinn af hveiti (deig 2) í aðra skál; hrærið vel í hrærivél og bætið síðan við deigi 1 og afgangi af hveiti og hrærið áfram í 10 mín. Hyljið skál með eldhúsþurrku og látið standa í 2 klst. við 35°C. Fóðrið 26 cm kringlótt form með smjörpappír. Til að ná réttu kórónuformi setjið hringlaga form í miðju, með smjörpappír. Setjið hveiti á borð og hnoðið deig í 1 mín. Dreifið úr hluta af deigi í 26 cm form, penslið með eggi og látið standa í 2 klst. við 35°C. Eftir það hefur deig tvöfaldast og er þá tekið úr ofni (en afgangur af deigi dugar í 20 cm hring). Aukið nú hita í 180°C. Penslið aftur með eggi og skreytið. Setjið aftur í ofn í 25 mín. Takið þá út og látið kólna. Skerið í sundur og komið fyllingu fyrir. Stærri hring má fylla með kremi og þann minni með rjóma. Faraj Shwaiki Al Amir. Palestína Faraj Shwaiki Al Amir hefur verið búsettur á Íslandi um margra ára skeið en er fæddur og uppalinn í Palestínu. Hann segir kristna þar í landi fagna jólunum með svipuðu móti og hérlendis þótt minna sé um gjafastand og skraut. „Þegar ég fluttist til landsins árið 1989 kom allt jólaskrautið mér svolítið á óvart en mér þótti það samstundis mjög glaðlegt og skemmtilegt." Palestínskar smákökur (Mutabak) Deig 1 kg hveiti 3 bollar volgt vatn ¼ tsk. salt 2 bollar smjör eða ólífuolía 1 bolli matarolía Fylling 2 bollar saxaðar pekanhnetur 1 tsk. kanill ½ bolli sykur Sykurvatn 2 bollar sykur 1 bolli vatn ½ tsk. sítrónudropar Látið sjóða í 5 mínútur og bætið sítrónudropum við og látið sjóða í 10 mínútur. Setjið hveiti, vatn, matarolíu og salt í skál og hrærið. Látið deig lyftast í nokkra tíma. Gerið kúlur, u.þ.b. 200 g hver, og dýfið ofan í smjör í smá stund. Notið smjör í að fletja deig mjög þunnt út. Setjið fyllingu í endann og rúllið deigi upp og penslið alltaf á milli með smjöri. Rúllið lengju í snúð. Bakið í 10-15 mín. við 200°C. Hellið sykurvatni yfir kökur þegar þær koma úr ofni. Uppskrift miðast við að deig sé keypt tilbúið til að spara tíma. Það kallast Filodegsplatter og fæst til dæmis í Fjarðarkaupum.
Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira