Steingrímur íhugi stöðu sína 10. desember 2010 06:00 Þór Saari „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh Icesave Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
„Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh
Icesave Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira