Golf

John Daly: Happa-buxurnar hjálpuðu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Daly í buxunum í dag.
Daly í buxunum í dag. AFP
Stuðboltinn John Daly sló vel á fyrsta hringnum á opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Hann lauk keppni á 66 höggum, sex undir pari, og var óheppinn að gera ekki betur.

"Ég er ekkert svo vonsvikinn. Ég var að hitta línurnar sem ég vildi hitta en þessar flatir eru mjög sérstakar. Þær eru frekar hægar og því þarf að slá fast en svo breytast línurnar rétt áður en kúlan fer ofan í. Ég held að fjórir boltar hafi sleikt barmana í stað þess að fara ofan í. Svona er þetta," sagði Daly.

Hann hefur lítið spilað síðustu þrjú ár vegna meiðsla. "Ég hef verið að spila, en ég hef bara spilað illa. Ég hef verið meiddur og ég held að ég hafi keppt á sjö mótum á síðustu þremur árum."

Daly var í sínum uppáhalds buxum í dag og segir það hafa hjálpað til. "Ég valdi þær sjálfur," sagði hann stoltur.

"Ég á 32 buxur og valdi bara þær sem ég spila vel í. Þær eru fjórar," sagði Daly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×