Sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta lauk í dag og það var misjafnt gengi hjá þeim félögum sem slógu íslensku liðin út í 32 liða úrslitum.
Franska liðið Juvisy Essonne sló út Breiðablik og fylgdi því eftir með því að slá út ítalska liðið Torres. Juvisy Essonne vann fyrri leikinn 2-1 á Ítalíu og náði síðan að tryggja sér 2-2 jafntefli í framlengingu í seinni leiknum eftir að staðan hafi verið 1-2 fyrir Torres eftir 90 mínútur.
Það gekk ekki eins vel hjá spænska liðinu Rayo Vallecano sem sló út Íslands- og bikarmeistara Vals. Rayo Vallecano vann 2-0 sigur á Arsenal á heimavelli í fyrri leiknum en er úr leik eftir 4-1 sigur Arsenal í dag.
Katie Chapman tryggði Arsenak sæti í 8 liða úrslitunum með því að skora fjórða markið í uppbótartíma en Rayo var þá á leiðinni áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Blikabanarnir fóru áfram en Valsbanarnir eru úr leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

