Nýr hringur í skartgripalínunni Umvafin trú 19. desember 2010 06:00 Nýi hringurinn. Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira