Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum 18. maí 2010 06:00 kaupin kynnt Kanadíska fyrirtækið Magma á nú tæp 99 prósent í HS Orku. Ross Beatty forstjóri situr fyrir miðju.fréttablaðið/valli Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. Með kaupunum leigir fyrirtækið afnotarétt á orkuauðlindum á svæðinu. Hámarksleigutími er 65 ár. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hitti forsvarsmenn fyrirtækisins í gær og ræddi við þá um að stytta þann leigutíma í 40 ár. Hún sagðist vongóð um að það næðist í gegn, jafnvel í dag. Katrín segir að einnig sé verið að ræða um að ríkið fái forkaupsrétt á bréfunum og Magma hafi tekið vel í það. Hún segir mikilvægt að ná þessum hlutum í gegn. Hvað varðar gagnrýni á að afnotaréttur auðlinda sé kominn í eigu erlendra aðila, segir Katrín að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi staðið að einkavæðingu HS Orku á sínum tíma. Fyrirtækið sé að fara úr eigu einkaaðila til annars einkaaðila. Þjóðernið sé ekki aðalatriðið. „Ef auðlindirnar eru tryggðar og þjóðin fær rentur fyrir sínar auðlindir og nýtur verðmætanna sem þær skapa, þá er þjóðerni framleiðandans ekki aðalatriðið fyrir mér.“ Kaupverðið á hlutnum var 16 milljarðar króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa. Hluti greiðslunnar getur verið í formi hlutabréfa í kanadíska móðurfélaginu. Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að hlutur reiðufjár í kaupverðinu sé að lágmarki 80 prósent, en geti jafnvel verið kaupverðið að fullu. Hann segir ekki um það að ræða að seljandi láni kaupandanum fyrir hluta kaupverðsins, en sú var raunin þegar Magma keypti hlut í HS Orku af Orkuveitunni. Ross J. Beatty, forstjóri Magma, segir að með þessum kaupum nemi heildarfjárfesting Magma í íslensku atvinnulífi rúmum 32 milljörðum króna. Hann segir fyrirtækið hugsa kaupin sem fjárfestingu til framtíðar, mörg ár líði þar til hún skili hagnaði. Þá sagði hann fyrirtækið vera til viðræðu um styttri leigutíma og að ríkið fengi forkaupsrétt. Í samtali við Stöð 2 sagði hann að almennt væri orkuverð til stóriðju allt of lágt hér á landi. Fyrirtækið myndi jafnvel hækka verð. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði fyrirtækið hyggja á nýtingu orku á Reykjanesskaga og nefndi ýmsa starfsemi í því efni, svo sem álver í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og gagnaver. Hann sagði ýmsar boranir fyrirhugaðar, fengjust fyrir þeim leyfi. Kaupin væru hins vegar á engan hátt háð þeim framkvæmdum. kolbeinn@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira