Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli 10. júní 2009 18:45 Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira