Handbolti

Haukar aftur á toppinn

Haukar eru í góðum málum á toppnum
Haukar eru í góðum málum á toppnum

Haukar báru sigurorð af Val í toppslag N1 deildar karla í dag 24-22 og eru fyrir vikið komnir á toppinn í deildinni.

Haukaliðið var yfir lengst af í leiknum, leiddi 14-12 í hálfleik og vann að lokum þriggja marka sigur.

Kári Kristjánsson var markahæstur í liði Hauka í dag með 8 mörk og Sigurbergur Sveinsson skoraði 7 mörk, en Birkir Ívar Guðmundsson varði 17 skot í markinu. Hjá Val var Fannar Friðriksson atkvæðamestur með 8 mörk og Sigurður Eggertsson og Arnór Gunnarsson 5 hvor.

Haukar hafa nú 22 stig í toppsætinu og eiga leik til góða á Valsmenn sem eru í öðru sæti með 21 stig og Fram hefur 19 stig í þriðja sætinu.

Haukar eiga leik til góða gegn botnliði Víkings og fer sá leikur fram á Ásvöllum á miðvikudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×