Harmar hlutinn sinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 25. maí 2009 06:00 Mikill jarmur er nú í útgerðarmönnum um land allt og eru fylgispakar sveitarstjórnir á útgerðarstöðum kallaðar til í kórinn. Tilefnið eru fyrirhugaðar breytingar á lögum um kvóta og svokölluð fyrningarleið. Hafa útgerðarmenn samræmt nafngift sína um fyrningarleið sem þeir kalla „galna" en ríflegur þingmeirihluti á löggjafarþinginu var kosinn í lýðræðislegum kosningum meðal annars út á fyrirheit um að taka til endurskoðunar lög um fiskveiðistjórnun. Sú stefna hefur lengi verið undirliggjandi í stjórnmálaumræðu hér á landi og er studd meirihlutaskoðun í viðamiklum skoðanakönnunum mörg undangengin ár, ekki einni heldur mörgum. Hefur ekkert mál á síðari hluta lýðveldistímans verið svo umdeilt og lengi lengi hafa stuðningsmenn kvótakerfisins verið í litlum minnihluta í fullum stuðningi við það. Stjórnmálamenn hafa fátt lagt til málanna um lausn á þessu ágreiningsefni. Þar til nú. Vitaskuld eru allir þeir sem njóta kvóta nú andsnúnir öllum breytingum á kerfinu. Og innan Landssamtaka útgerðarmanna virðast allir barnir til skilyrðislausrar hlýðni við einn málstað í þessu máli þótt útgerðin sé í miklum vanda, ekki bara vegna verðs á kvóta til leigu og kaups, heldur líka vegna fjárfestinga í óskyldum greinum. Raunar ætti útgerðin að fagna endurskoðun á kerfinu, ekki bara þeir sem eru á hvínandi kúpunni, heldur líka hinir sem standa vel að vígi vegna skynsemi í rekstri sínum undanfarin ár. Meirihluti þingsins hefur enda marglýst samráðsvilja sínum í þessu viðkvæma deilumáli, því lítill má við margnum: meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu, vill að fiskur í sjó sé þjóðareign, en ekki bókfærð eign til allrar framtíðar í höndum örfárra einstaklinga. Útgerðarmenn verða því að skipta um kúrs: hætta þvaðri sínu um 101-liðið og kaffidrykkju þess, hætta málþófi sem byggist á hálfsannleika og hefja merki sitt með málefnalegri og sanngjarnri umræðu í stað þess að skaka gunnfánum, láta af því að LÍÚga að gjaldþrota bú sé þjóðnýting, smátt fyrningarhlutfall á kvóta sé eignaupptaka; annað eins hefur útgerð búið við í óstöðugum afla milli ára, úreldingu og afskrift tækja, verðsveiflum og óstýrilátu gengi. Að ekki sé talað um aflabrest og aflatjón. Fyrningarleið er þó fyrirséð og hlutur kann að rata aftur til fyrirtækja sem eru vel rekin. Í hundrað ár hefur íslenskt samfélag verið í greipum útgerðarinnar: launafólki voru skömmtuð kjör eftir því hvernig bækur þeirra stóðu. Bankar risu og hnigu eftir gengi útgerðarinnar, þorp og bæir áttu sitt undir kenjum karla á skrifstofum. Margt á útgerðin inni hjá þjóðinni eftir látlausan stuðning frá upphafi mótoraldarinnar, rétt eins og þjóðin á allt sitt undir sjósókn. Það er því mikils um vert að allir komi saman að hreinskiptinni umræðu um það þjóðþrifamál að endurskipuleggja íslenskan sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Mikill jarmur er nú í útgerðarmönnum um land allt og eru fylgispakar sveitarstjórnir á útgerðarstöðum kallaðar til í kórinn. Tilefnið eru fyrirhugaðar breytingar á lögum um kvóta og svokölluð fyrningarleið. Hafa útgerðarmenn samræmt nafngift sína um fyrningarleið sem þeir kalla „galna" en ríflegur þingmeirihluti á löggjafarþinginu var kosinn í lýðræðislegum kosningum meðal annars út á fyrirheit um að taka til endurskoðunar lög um fiskveiðistjórnun. Sú stefna hefur lengi verið undirliggjandi í stjórnmálaumræðu hér á landi og er studd meirihlutaskoðun í viðamiklum skoðanakönnunum mörg undangengin ár, ekki einni heldur mörgum. Hefur ekkert mál á síðari hluta lýðveldistímans verið svo umdeilt og lengi lengi hafa stuðningsmenn kvótakerfisins verið í litlum minnihluta í fullum stuðningi við það. Stjórnmálamenn hafa fátt lagt til málanna um lausn á þessu ágreiningsefni. Þar til nú. Vitaskuld eru allir þeir sem njóta kvóta nú andsnúnir öllum breytingum á kerfinu. Og innan Landssamtaka útgerðarmanna virðast allir barnir til skilyrðislausrar hlýðni við einn málstað í þessu máli þótt útgerðin sé í miklum vanda, ekki bara vegna verðs á kvóta til leigu og kaups, heldur líka vegna fjárfestinga í óskyldum greinum. Raunar ætti útgerðin að fagna endurskoðun á kerfinu, ekki bara þeir sem eru á hvínandi kúpunni, heldur líka hinir sem standa vel að vígi vegna skynsemi í rekstri sínum undanfarin ár. Meirihluti þingsins hefur enda marglýst samráðsvilja sínum í þessu viðkvæma deilumáli, því lítill má við margnum: meirihluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu, vill að fiskur í sjó sé þjóðareign, en ekki bókfærð eign til allrar framtíðar í höndum örfárra einstaklinga. Útgerðarmenn verða því að skipta um kúrs: hætta þvaðri sínu um 101-liðið og kaffidrykkju þess, hætta málþófi sem byggist á hálfsannleika og hefja merki sitt með málefnalegri og sanngjarnri umræðu í stað þess að skaka gunnfánum, láta af því að LÍÚga að gjaldþrota bú sé þjóðnýting, smátt fyrningarhlutfall á kvóta sé eignaupptaka; annað eins hefur útgerð búið við í óstöðugum afla milli ára, úreldingu og afskrift tækja, verðsveiflum og óstýrilátu gengi. Að ekki sé talað um aflabrest og aflatjón. Fyrningarleið er þó fyrirséð og hlutur kann að rata aftur til fyrirtækja sem eru vel rekin. Í hundrað ár hefur íslenskt samfélag verið í greipum útgerðarinnar: launafólki voru skömmtuð kjör eftir því hvernig bækur þeirra stóðu. Bankar risu og hnigu eftir gengi útgerðarinnar, þorp og bæir áttu sitt undir kenjum karla á skrifstofum. Margt á útgerðin inni hjá þjóðinni eftir látlausan stuðning frá upphafi mótoraldarinnar, rétt eins og þjóðin á allt sitt undir sjósókn. Það er því mikils um vert að allir komi saman að hreinskiptinni umræðu um það þjóðþrifamál að endurskipuleggja íslenskan sjávarútveg.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun